Ólafía passaði einu sinni börn Lauru en er nú ráshópi með henni á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 10:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Laura Diaz og Jennifer Song sem báðar hafa mikla reynslu af LPGA-mótaröðinni. Song er 27 ára gömul og frá Suður-Kóreu en hún fæddist í Bandaríkjunum og er því með tvöfalt ríkisfang. Diaz er 42 ára Bandaríkjamaður sem á tvo sigra á mótaröðinni á ferlinum. Laura Diaz og Ólafía Þórunn þekkjast mjög vel síðan að Ólafía Þórunn var við nám í Wake Forest háskólanum. Laura Diaz er gift Kevin Diaz, aðstoðarþjálfara golfliðs Wake Forest háskólans og hún gerði talsvert af því að aðstoða við æfingar og gefa stelpunum góð ráð. „Þær eru miklar vinkonur og Ólafía passaði stundum börnin hennar en hún á dreng og stúlku. Ólafía er mikil barnagæla og elskar að vera innan um börn,“ segir faðir Ólafíu, Kristinn Jósep Gíslason. Kevin og Laura Diaz eiga saman strákinn Robert Cooper (fæddur 2006) og dótturina Lily (fædd 2010). Ólafía Þórunn stundaði nám við Wake Forest háskólann frá 2010 til 2014. Laura Diaz útskrifaðist frá Wake Forest háskólanum árið 1997 eða þegar Ólafía Þórunn var ekki orðin fimm ára. Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 13.49 á morgun að skoskum tíma sem er klukkan 12.49 að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Laura Diaz og Jennifer Song sem báðar hafa mikla reynslu af LPGA-mótaröðinni. Song er 27 ára gömul og frá Suður-Kóreu en hún fæddist í Bandaríkjunum og er því með tvöfalt ríkisfang. Diaz er 42 ára Bandaríkjamaður sem á tvo sigra á mótaröðinni á ferlinum. Laura Diaz og Ólafía Þórunn þekkjast mjög vel síðan að Ólafía Þórunn var við nám í Wake Forest háskólanum. Laura Diaz er gift Kevin Diaz, aðstoðarþjálfara golfliðs Wake Forest háskólans og hún gerði talsvert af því að aðstoða við æfingar og gefa stelpunum góð ráð. „Þær eru miklar vinkonur og Ólafía passaði stundum börnin hennar en hún á dreng og stúlku. Ólafía er mikil barnagæla og elskar að vera innan um börn,“ segir faðir Ólafíu, Kristinn Jósep Gíslason. Kevin og Laura Diaz eiga saman strákinn Robert Cooper (fæddur 2006) og dótturina Lily (fædd 2010). Ólafía Þórunn stundaði nám við Wake Forest háskólann frá 2010 til 2014. Laura Diaz útskrifaðist frá Wake Forest háskólanum árið 1997 eða þegar Ólafía Þórunn var ekki orðin fimm ára. Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 13.49 á morgun að skoskum tíma sem er klukkan 12.49 að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira