Páll Óskar tekur ekki þátt í Gleðigöngunni í ár Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 22:32 Páll Óskar hefur sett svip sinn á gleðigönguna undanfarin ár. Í fyrra kom hann fram sem silfurlitaður einhyrningur á silfurlituðum einhyrningi. Vísir/Hanna Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár. Í viðtali við mbl.is segir Palli að útskýringin sé einfaldlega sú að hann sé of upptekinn. Hann hefur tekið þátt í göngunni nær óslitið frá árinu 1999 þegar fyrsta gleðigangan var gengin hér álandi og til ársins 2006 sat hann í skipulagsnefnd Hinsegin daga. „Ef ég er að gera svona stóran skúlptúr eins og ég hef gert undanfarin ár þá venjulega byrja ég að vinna þessa skúlptúra í apríl, síðasta lagi í maí, og nú bara ber svo við að ég er grínlaust í 400% vinnu,“ segir Palli í samtali við Mbl. Undanfarin ár hafa vagnar Palla verið gríðarstórir. Á síðasta ári keyrði hann á risavöxnum einhyrningi, árið þar áður var hann á stóru bleiku víkingaskipi og árið 2014 var það stór, hvítur svanur. Allir vagnarnir hafa haft einhverja djúpa merkingu og táknað stöðu hinsegin fólks í samfélaginu.Árið 2015 keyrði Palli í gegnum miðbæ Reykjavíkur á hvítum svani.Vísir/VilhelmSjá einnig: Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll er önnum kafinn við ýmis verkefni þessa daganna. Hann er meðal annars að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem hann hyggst keyra persónulega í hús fyrir þá sem hafa pantað hana í forsölu og mun hann trylla lýðinni í Eyjum á Þjóðhátíð og víðar á landinu um verslunarmannahelgina. Þá er undirbúningur hafinn við uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror þar sem hann mun stíga aftur í hælaða skó Frank N Furter, sem hann lék eftirminnilega í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990. Hann segist ekki hafa getað komið stórum vagni inn í dagskrána þetta árið en hyggst mæta tvíefldur til leiks að ári. „Eftir að hafa verið með svona risastór atriði í göngunni undanfarin ár, sem hafa bara farið stækkandi ef eitthvað er, gæti ég ekki farið í þessa göngu með einhvern lítinn pickup trukk af því ég hafði ekki tíma fyrir meira,“ segir Palli. „Ég vil frekar sleppa því að taka þátt en að minnka „standardinn“.“ Hinsegin Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár. Í viðtali við mbl.is segir Palli að útskýringin sé einfaldlega sú að hann sé of upptekinn. Hann hefur tekið þátt í göngunni nær óslitið frá árinu 1999 þegar fyrsta gleðigangan var gengin hér álandi og til ársins 2006 sat hann í skipulagsnefnd Hinsegin daga. „Ef ég er að gera svona stóran skúlptúr eins og ég hef gert undanfarin ár þá venjulega byrja ég að vinna þessa skúlptúra í apríl, síðasta lagi í maí, og nú bara ber svo við að ég er grínlaust í 400% vinnu,“ segir Palli í samtali við Mbl. Undanfarin ár hafa vagnar Palla verið gríðarstórir. Á síðasta ári keyrði hann á risavöxnum einhyrningi, árið þar áður var hann á stóru bleiku víkingaskipi og árið 2014 var það stór, hvítur svanur. Allir vagnarnir hafa haft einhverja djúpa merkingu og táknað stöðu hinsegin fólks í samfélaginu.Árið 2015 keyrði Palli í gegnum miðbæ Reykjavíkur á hvítum svani.Vísir/VilhelmSjá einnig: Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll er önnum kafinn við ýmis verkefni þessa daganna. Hann er meðal annars að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem hann hyggst keyra persónulega í hús fyrir þá sem hafa pantað hana í forsölu og mun hann trylla lýðinni í Eyjum á Þjóðhátíð og víðar á landinu um verslunarmannahelgina. Þá er undirbúningur hafinn við uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror þar sem hann mun stíga aftur í hælaða skó Frank N Furter, sem hann lék eftirminnilega í uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1990. Hann segist ekki hafa getað komið stórum vagni inn í dagskrána þetta árið en hyggst mæta tvíefldur til leiks að ári. „Eftir að hafa verið með svona risastór atriði í göngunni undanfarin ár, sem hafa bara farið stækkandi ef eitthvað er, gæti ég ekki farið í þessa göngu með einhvern lítinn pickup trukk af því ég hafði ekki tíma fyrir meira,“ segir Palli. „Ég vil frekar sleppa því að taka þátt en að minnka „standardinn“.“
Hinsegin Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira