Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, verður ekki með liðinu þegar það sækir FH heim eftir viku í 14. umferð Pepsi-deild karla.
Haukur Páll var í dag úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.
Valsmenn eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en þeir hafa unnið þrjá leiki í röð. Í gær rústaði Valur ÍA, 6-0.
Þá verður Eyjólfur Héðinsson ekki með Stjörnunni gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum miðvikudaginn 9. ágúst.
Eyjólfur fékk rautt spjald í 2-2 jafntefli Stjörnunnar og ÍBV á sunnudaginn og er því kominn í eins leiks bann.
Haukur Páll í banni gegn FH

Tengdar fréttir

Óskar Hrafn: Það er eins og Derby sé með framheilaskaða
Derby Rafael Carillo átti afar athyglisverðan leik þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í 13. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 6-0 | Leikur kattarins að músinni
Valsmenn rúlluðu yfir botnlið ÍA í Pepsi-deild karla í kvöld og náðu átta stiga forystu á toppi deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 2-2 | Allt á öðrum endanum í Eyjum | Sjáðu mörkin
ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í ansi fjörugum leik í Eyjum í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð, rautt spjald fór á loft og þrjú víti voru dæmd. Lokatölur urðu 2-2.

Rúnar Páll: Mér fannst þetta galið
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með dómara leiksins þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deildnni í dag. Stjörnumenn jöfnuðu metin manni færri.