Eystri Rangá loksins að detta inn Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2017 11:58 Eystri Rangá er loksins dottinn inn. Mynd: www..ranga.is Eystri Rangá er loksins að detta inn samkvæmt heimildum okkar við bakkann en laxinn er ekkert óvenjulega seint á ferðinni í þessa skemmtilegu á. Eystri hefur í gegnum árin oftast fengið fyrstu stóru göngurnar seint í júli og sérstaklega á smálaxaárum. Sumarið í fyrra var algjör undantekning þegar göngurnar voru geysilega sterkar strax í byrjun júní en sú undantekning á snemmgengnum laxi átti sér stað um land allt. Þetta ár virðist vera hefðbundið ár þar sem eins árs laxinn er sterkastur og þá er þessi tímasetning sem Eystri Rangá fer í gang mjög hefðbundin. "Undanfarnir dagar hafa verið mjög góðir og við erum búin að vera í um 50 löxum á dag síðustu daga og það fer að styttast í tímann þegar við erum að fá þetta 250-300 laxa vikur" sagði Einar Lúðvíksson hjá Veiðifélagi Eystri Rangá í samtali við Veiðivísi. Það sem hefur líka gert veiðimönnum erfitt fyrir upp á síðkastið er mikil bráð sem fellur í ánna og við það litast hún allmikið og verður svo til óveiðanleg. Það hefur dregið mikið úr þessu og hún hefur verið í sínum eðlilega lit síðustu daga. Mest lesið Elliðavatn opnar á morgun Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði
Eystri Rangá er loksins að detta inn samkvæmt heimildum okkar við bakkann en laxinn er ekkert óvenjulega seint á ferðinni í þessa skemmtilegu á. Eystri hefur í gegnum árin oftast fengið fyrstu stóru göngurnar seint í júli og sérstaklega á smálaxaárum. Sumarið í fyrra var algjör undantekning þegar göngurnar voru geysilega sterkar strax í byrjun júní en sú undantekning á snemmgengnum laxi átti sér stað um land allt. Þetta ár virðist vera hefðbundið ár þar sem eins árs laxinn er sterkastur og þá er þessi tímasetning sem Eystri Rangá fer í gang mjög hefðbundin. "Undanfarnir dagar hafa verið mjög góðir og við erum búin að vera í um 50 löxum á dag síðustu daga og það fer að styttast í tímann þegar við erum að fá þetta 250-300 laxa vikur" sagði Einar Lúðvíksson hjá Veiðifélagi Eystri Rangá í samtali við Veiðivísi. Það sem hefur líka gert veiðimönnum erfitt fyrir upp á síðkastið er mikil bráð sem fellur í ánna og við það litast hún allmikið og verður svo til óveiðanleg. Það hefur dregið mikið úr þessu og hún hefur verið í sínum eðlilega lit síðustu daga.
Mest lesið Elliðavatn opnar á morgun Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði