Bresk stjórnvöld vilja halda Brexit gangandi og afhenda ný skjöl Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 23:50 Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, vill leggja áherslu á framtíðarsamstarf landsins við ESB Vísir/AFP Bresk stjórnvöld munu afhenda ný skjöl í tengslum við Brexit, útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Skjölin munu innihalda upplýsingar varðandi allt það sem tengist ferlinu, allt frá reglugerðum um vörur og vöruskipti til skipulags um gagnavernd. Er þetta hluti af því að vilja halda viðræðunum gangandi en bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vera fremur stefnulaus í nokkrum málum. Reuters greinir frá. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, vill leggja áherslu á framtíðarsamstarf landsins við ESB og jafna þar með út spennuna sem ríkir nú hjá breskum fyrirtækju, fjárfestum og ríkisborgurum. Bretland lagði í síðustu viku fram tillögur um tollavörusamninga við Evrópusambandið. Þá var einnig komið fram með tillögur sem gætu komið í veg fyrir að sett yrði aftur upp tollahlið á milli Norður Írlands og Írska lýðveldisins og er það talið geta byggt upp meiri spennu á milli landanna tveggja. David Davis, einn af leiðtogum Breta í Brexit viðræðunum, sagði í síðustu viku að komið yrði fram með fimm nýjar tillögur sem sýndu fram á stöðuna í viðræðunum. Þetta sé allt hluti af því að halda viðræðunum gangandi og til að sýna að bresk yfirvöld hafi lagt sitt af mörkum til að vera með allt á hreinu fyrir formlegar viðræður sem hæfust í október. Ekki eru þó allir viss um að umræðan geti hafist nú í október þar sem illa hafi gengið að ræða hversu mikið Bretland þyrfti að greiða til að ganga úr sambandinu. Þá spili framtíðar réttindi breskra og evrópskra ríkisborgara þar einnig inn í ásamt hvernig eigi að standa að landamæragæslu í Írlandi. Ráðamenn ESB segja að viðræðurnar hafi verið erfiðar þar sem bresk yfirvöld hafi ekki tekið sér neina sérstaka stefnu varðandi mörg þau málefni sem þurfi að ræða. Það gæti orðið til þess að formleg útganga Bretlands, sem áætluð er í mars 2019, gæti frestast. Brexit Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Bresk stjórnvöld munu afhenda ný skjöl í tengslum við Brexit, útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Skjölin munu innihalda upplýsingar varðandi allt það sem tengist ferlinu, allt frá reglugerðum um vörur og vöruskipti til skipulags um gagnavernd. Er þetta hluti af því að vilja halda viðræðunum gangandi en bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vera fremur stefnulaus í nokkrum málum. Reuters greinir frá. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, vill leggja áherslu á framtíðarsamstarf landsins við ESB og jafna þar með út spennuna sem ríkir nú hjá breskum fyrirtækju, fjárfestum og ríkisborgurum. Bretland lagði í síðustu viku fram tillögur um tollavörusamninga við Evrópusambandið. Þá var einnig komið fram með tillögur sem gætu komið í veg fyrir að sett yrði aftur upp tollahlið á milli Norður Írlands og Írska lýðveldisins og er það talið geta byggt upp meiri spennu á milli landanna tveggja. David Davis, einn af leiðtogum Breta í Brexit viðræðunum, sagði í síðustu viku að komið yrði fram með fimm nýjar tillögur sem sýndu fram á stöðuna í viðræðunum. Þetta sé allt hluti af því að halda viðræðunum gangandi og til að sýna að bresk yfirvöld hafi lagt sitt af mörkum til að vera með allt á hreinu fyrir formlegar viðræður sem hæfust í október. Ekki eru þó allir viss um að umræðan geti hafist nú í október þar sem illa hafi gengið að ræða hversu mikið Bretland þyrfti að greiða til að ganga úr sambandinu. Þá spili framtíðar réttindi breskra og evrópskra ríkisborgara þar einnig inn í ásamt hvernig eigi að standa að landamæragæslu í Írlandi. Ráðamenn ESB segja að viðræðurnar hafi verið erfiðar þar sem bresk yfirvöld hafi ekki tekið sér neina sérstaka stefnu varðandi mörg þau málefni sem þurfi að ræða. Það gæti orðið til þess að formleg útganga Bretlands, sem áætluð er í mars 2019, gæti frestast.
Brexit Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira