Bandaríkin leiða eftir fyrsta dag Solheim bikarsins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 11:00 Lizette Salas og félagi hennar Angel Yin áttu stærsta sigur gærdagsins þegar þær unnu 6&5 á móti Carlota Ciganda og Emily Pedersen Mynd/BBC Bandaríkjakonur unnu allar fjórboltakeppnir (e. fourballs) gærdagsins og leiða keppni í Solheimbikarnum í golfi með 5 og hálfu stigi gegn 2 og hálfu stigi Evrópuliðsins. Evrópukonur byrjuðu daginn vel og náðu forystu í fjórmenningskeppninni (e. foursomes), en náðu ekki að halda henni út daginn og þurfa því á góðum degi að halda í dag til að eiga möguleika á að endurheimta bikarinn frá Bandaríkjunum. Breiddin hjá Bandaríkjakonum var þeirra aðal styrkleikamerki í dag og átti nýliðinn Danielle Kang frábæran dag í gær með sigra bæði um morguninn og seinni partinn. Angel Yin, Brittany Lang og Brittany Lincicome áttu einnig góðan dag fyrir Bandaríkin í gær. Georgia Hall er einnig nýliði í mótinu, en fyrir Evrópuliðið, og hún spilaði mjög vel í gær. Charley Hull er hins vegar meidd á úlnlið svo útlitið er ekki gott fyrir framhaldið hjá Evrópu. Keppni verður haldið áfram í dag með svipuðu fyrirkomulagi, þ.e. keppt í fjórmennings og fjórboltakeppnum, en svo á sunnudaginn eru spilaðar 12 einstaklingsviðureignir. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12:00. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjakonur unnu allar fjórboltakeppnir (e. fourballs) gærdagsins og leiða keppni í Solheimbikarnum í golfi með 5 og hálfu stigi gegn 2 og hálfu stigi Evrópuliðsins. Evrópukonur byrjuðu daginn vel og náðu forystu í fjórmenningskeppninni (e. foursomes), en náðu ekki að halda henni út daginn og þurfa því á góðum degi að halda í dag til að eiga möguleika á að endurheimta bikarinn frá Bandaríkjunum. Breiddin hjá Bandaríkjakonum var þeirra aðal styrkleikamerki í dag og átti nýliðinn Danielle Kang frábæran dag í gær með sigra bæði um morguninn og seinni partinn. Angel Yin, Brittany Lang og Brittany Lincicome áttu einnig góðan dag fyrir Bandaríkin í gær. Georgia Hall er einnig nýliði í mótinu, en fyrir Evrópuliðið, og hún spilaði mjög vel í gær. Charley Hull er hins vegar meidd á úlnlið svo útlitið er ekki gott fyrir framhaldið hjá Evrópu. Keppni verður haldið áfram í dag með svipuðu fyrirkomulagi, þ.e. keppt í fjórmennings og fjórboltakeppnum, en svo á sunnudaginn eru spilaðar 12 einstaklingsviðureignir. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12:00.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira