Kvika hagnast um tæpan milljarð á fyrri árshelmingi Hörður Ægisson skrifar 18. ágúst 2017 15:04 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mikill tekjuvöxtur var hjá bankanum og þannig jukust hreinar vaxtatekjur Kviku um 53 prósent og námu samtals 803 á fyrri árshelmingi 2017. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum en hreinar þóknanatekjur Kviku voru tæplega 1.300 milljónir á tímabilinu og jukust um 11 prósent á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 3,6 prósent og var rúmlega 1.600 milljónir. Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,2 prósent en eigið fé Kviku er um 8.200 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kviku var 23,1 prósent í lok júní á þessu ári. Í tilkynningu bankans er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. „Það er veruleg aukning í bæði þóknana- og vaxtatekjum og á sama tíma tókst að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Góður árangur hefur náðst í uppbyggingu félagsins á undanförnum misserum og eiga starfsmenn Kviku mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til uppbyggingar bankans. Við horfum fram á spennandi tíma á næstunni. Kvika festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Virðingu og Öldu sjóðum. Kaupin eru nú til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum en gangi þau eftir verður Kvika einn umsvifamesti aðilinn á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða í stýringu,“ segir Ármann.Kvika skoðar skráningu á markað Þá segir í tilkynningunni að stjórn Kviku hafi ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á First North markaðinn en það er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Ráðgert er að ákvörðun um hvort af skráningu bankans verði liggi fyrir í október á þessu ári. Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mikill tekjuvöxtur var hjá bankanum og þannig jukust hreinar vaxtatekjur Kviku um 53 prósent og námu samtals 803 á fyrri árshelmingi 2017. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum en hreinar þóknanatekjur Kviku voru tæplega 1.300 milljónir á tímabilinu og jukust um 11 prósent á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 3,6 prósent og var rúmlega 1.600 milljónir. Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,2 prósent en eigið fé Kviku er um 8.200 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kviku var 23,1 prósent í lok júní á þessu ári. Í tilkynningu bankans er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. „Það er veruleg aukning í bæði þóknana- og vaxtatekjum og á sama tíma tókst að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Góður árangur hefur náðst í uppbyggingu félagsins á undanförnum misserum og eiga starfsmenn Kviku mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til uppbyggingar bankans. Við horfum fram á spennandi tíma á næstunni. Kvika festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Virðingu og Öldu sjóðum. Kaupin eru nú til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum en gangi þau eftir verður Kvika einn umsvifamesti aðilinn á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða í stýringu,“ segir Ármann.Kvika skoðar skráningu á markað Þá segir í tilkynningunni að stjórn Kviku hafi ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á First North markaðinn en það er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Ráðgert er að ákvörðun um hvort af skráningu bankans verði liggi fyrir í október á þessu ári.
Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira