Sport

Mayweather: Lofaði börnunum að þetta yrði minn síðasti bardagi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather er búinn að æfa stíft enda mikið undir.
Mayweather er búinn að æfa stíft enda mikið undir. vísir/getty
Conor McGregor tókst að fá Floyd Mayweather til þess að draga hanskana úr hillunni en það mun engum takast að gera það aftur.

Það er engin klausa um að þeir berjist aftur fari svo að Conor vinni bardagann. Mayweather er moldríkur og mun mokgræða líka á þessum bardaga. Hann lofar því að þetta verði hans svanasöngur í hringnum.

„Dömur mínar og herrar. Þetta verður minn síðasti bardagi. Ég er búinn að lofa börnunum mínum því og ég brýt ekki loforð sem ég gef börnunum mínum,“ sagði Mayweather en það verður mjög neyðarlegt fyrir hann að tapa bardaganum eftir að hafa aldrei tapað í 49 bardögum.

Hann reif kjaft á dögunum um að hann væri til í að mæta Conor í MMA-bardaga en enginn sér það gerast.

Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×