Frelsun kennaranna María Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Enn eitt haustið fer af stað með fréttum um undirmannaða skóla og leikskóla. Það vantar leiðbeinendur, kennara, aðstoðarfólk. Í ofanálag eru samningarnir sem kennarar gerðu eftir síðasta verkfall að losna á þessari önn. Líklega verða flest fundarherbergi landsins orðin að geymslustöð fyrir börn sem koma með foreldrum í vinnuna um miðjan nóvember. Reglulega umræðan um lélegu kennarana sem eru að sliga skólakerfið er líka komin í gang. Nú þarf að árangurstengja launin og bjóða út rekstur skólanna svo það verði einhver hagkvæmni í þessu og kennarar fái mannsæmandi laun. Einhvern veginn virðist ekki mögulegt að skapa sveigjanleika og hvata inni í hinu almenna kerfi þannig að það nýtist öllum. Þó er ljóst að það eru miklir samfélagslegir hagsmunir af því að skólakerfið haldist sterkt. Það verður erfitt ef bestu bitarnir eru boðnir út. Kennarar eru auðvitað ekki lengur handhafar sannleikans sem komast upp með að gera upp á milli barna og slá á fingur. Í nútímasamfélaginu eru þeir uppalendur, sálfræðingar, sáttamiðlarar, félagsráðgjafar og markþjálfar fyrir 20 börn sem öll eru einstök og þurfa fulla og óskipta athygli kennarans allan daginn. Tími fyrir kennslu fer þverrandi. Ein breyting á starfsumhverfi kennara myndi hvorki krefjast breytinga á rekstrarformi skóla né bónusgreiðslna fyrir hvert kennt orð. Foreldrar gætu virt tíma kennara barnanna sinna. Sleppt því að hringja í heimasímann á kvöldin til að ræða um börnin og ekki krafist svara við tölvupósti um helgar. Jafnvel passað upp á heimalærdóminn. Allavega hægt að prófa áður en næsta kennaraverkfall skellur á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar María Bjarnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Enn eitt haustið fer af stað með fréttum um undirmannaða skóla og leikskóla. Það vantar leiðbeinendur, kennara, aðstoðarfólk. Í ofanálag eru samningarnir sem kennarar gerðu eftir síðasta verkfall að losna á þessari önn. Líklega verða flest fundarherbergi landsins orðin að geymslustöð fyrir börn sem koma með foreldrum í vinnuna um miðjan nóvember. Reglulega umræðan um lélegu kennarana sem eru að sliga skólakerfið er líka komin í gang. Nú þarf að árangurstengja launin og bjóða út rekstur skólanna svo það verði einhver hagkvæmni í þessu og kennarar fái mannsæmandi laun. Einhvern veginn virðist ekki mögulegt að skapa sveigjanleika og hvata inni í hinu almenna kerfi þannig að það nýtist öllum. Þó er ljóst að það eru miklir samfélagslegir hagsmunir af því að skólakerfið haldist sterkt. Það verður erfitt ef bestu bitarnir eru boðnir út. Kennarar eru auðvitað ekki lengur handhafar sannleikans sem komast upp með að gera upp á milli barna og slá á fingur. Í nútímasamfélaginu eru þeir uppalendur, sálfræðingar, sáttamiðlarar, félagsráðgjafar og markþjálfar fyrir 20 börn sem öll eru einstök og þurfa fulla og óskipta athygli kennarans allan daginn. Tími fyrir kennslu fer þverrandi. Ein breyting á starfsumhverfi kennara myndi hvorki krefjast breytinga á rekstrarformi skóla né bónusgreiðslna fyrir hvert kennt orð. Foreldrar gætu virt tíma kennara barnanna sinna. Sleppt því að hringja í heimasímann á kvöldin til að ræða um börnin og ekki krafist svara við tölvupósti um helgar. Jafnvel passað upp á heimalærdóminn. Allavega hægt að prófa áður en næsta kennaraverkfall skellur á.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun