Tóku upp plötu í rólegheitum á Grænlandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2017 11:45 Stereo Hypnosis og Futuregrapher mættir til Grænlands. Mynd/Aðsend „Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“ Tónlist Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“
Tónlist Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira