Sport

Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sjálfstraustið er í botni hjá Íranum sem fyrr.
Sjálfstraustið er í botni hjá Íranum sem fyrr. vísir/getty
Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið.

Þeir berjast með átta únsu hönskum í stað tíu. Conor telur sig þar af leiðandi eiga auðveldara með að rota hinn ósigraða Mayweather.

„Með nýju hönskunum mun hann ekki endast út aðra lotu. Hluti af mér vill sýna hæfileika í lengri bardaga þar sem ég brýt hann smám saman niður en ég sé bara ekki að hann standi þessi högg af sér,“ sagði Conor borubrattur.

„Ég er tilbúinn í tólf lotu stríð og ég líka tilbúinn í að klára hann á nokkrum sekúndum. Ég er til í allt.“

Þessir hanskar eru engu að síður helmingi þykkari en hanskarnir sem Conor notar í UFC.  Mayweather þekkir þessa hanska líka vel enda notað þá í 46 af 49 bardögum sínum.

Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð

Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk.

Conor þakkaði Celtic fyrir stuðninginn

Stuðningsmenn skoska liðsins Celtic notuðu leikinn gegn Astana í Meistaradeildinni í gær til þess að sýna Íranum Conor McGregor stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×