Sport

Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er ekki alltaf auðvelt að telja. Það þekkir Byrd.
Það er ekki alltaf auðvelt að telja. Það þekkir Byrd. vísir/getty
Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather.

Báðir bardagakappar samþykktu Byrd sem dómara en hann hefur lengi staðið í fremstu röð.

Hann átti að vera dómari í bardaga Mayweather og Manny Pacquiao en var tekinn af bardaganum þar sem hann þótti ekki nógu heilsuhraustur. Byrd fær þennan risabardaga í staðinn.

Byrd er fyrrum hermaður sem síðan sinnti starfi vegalögreglu í Kaliforníu í 34 ár. Lífsreyndur kappi sem vonandi tekst vel til þann 26. ágúst. Hann fær 2,7 milljónir króna fyrir vinnu sína þetta kvöld.

Þessi ágæti dómari hefur lent í því að klúðra talningu og var mikið grín þá gert að honum á netinu.

Bardagi Conor og Mayweather verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Fyrsti upphitunarþátturinn frá Conor

Það eru margir að hita upp fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Þar á meðal Conor sjálfur sem lætur framleiða sína eigin þætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×