Opel áfram á treyju Dortmund Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2017 09:40 Tilkynnt hefur verið um framlengingu á samstarfi milli Opel og Borussia Dortmund til næstu fimm ára. Forsvarsmenn Opel og þýsku bikarmeistaranna Borussia Dortmund tilkynntu nú á dögunum um framlengingu á samstarfi fyrirtækjanna til næstu fimm ára. Gert er ráð fyrir frekari útvíkkun samstarfsins sem tekur m.a. til sameiginlegs kynningar- og fræðslustarfs af mörgu tagi. Samvinna þessara aðila hófst árið 2012 og hafa virt greiningarfyrirtæki gefið því hæstu einkunn með tilliti til sýnileika og trausts á þýska knattspyrnumarkaðinum. Segja má að það sé í beinu samræmi við öfluga framrás Opel merkisins. „Við fögnum þessum áfanga og sjáum mikil tækifæri í enn nánara samstarfi við Borussia Dortmund og stuðningsmenn þeirra á komandi árum. Reynslan sýnir okkur, að á margan hátt, hafa Opel og Dortmund sömu gildin að leiðarljósi í starfsemi sinni og markmiðin eru í grunninn þau sömu; að veita aðdáendum sínum þátt í sérstakri upplifun þar sem keppt er að hámarks árangri,“ segir Jürgen Keller frá Opel. Fyrir utan að Opel skarti merki sínu á búningum Dortmund munu aðilar standa saman að þróun nýrra þjónustuþátta við stuðningsmenn Dortmund og veitir Opel meðal annars kost á beinum samskiptum við þá. Leikmenn Dortmund munu gegna stærra hlutverki í kynningarstarfi Opel og þá mun Opel koma að grasrótarstarfi og þjálfunarbúðum ungliða Dortmund með öflugri hætti í framtíðinni. Svo má geta þess að samstarf Opel við Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Dortmund, sem nú gerir garðinn frægan hjá Liverpool mun halda áfram af fullum krafti. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Forsvarsmenn Opel og þýsku bikarmeistaranna Borussia Dortmund tilkynntu nú á dögunum um framlengingu á samstarfi fyrirtækjanna til næstu fimm ára. Gert er ráð fyrir frekari útvíkkun samstarfsins sem tekur m.a. til sameiginlegs kynningar- og fræðslustarfs af mörgu tagi. Samvinna þessara aðila hófst árið 2012 og hafa virt greiningarfyrirtæki gefið því hæstu einkunn með tilliti til sýnileika og trausts á þýska knattspyrnumarkaðinum. Segja má að það sé í beinu samræmi við öfluga framrás Opel merkisins. „Við fögnum þessum áfanga og sjáum mikil tækifæri í enn nánara samstarfi við Borussia Dortmund og stuðningsmenn þeirra á komandi árum. Reynslan sýnir okkur, að á margan hátt, hafa Opel og Dortmund sömu gildin að leiðarljósi í starfsemi sinni og markmiðin eru í grunninn þau sömu; að veita aðdáendum sínum þátt í sérstakri upplifun þar sem keppt er að hámarks árangri,“ segir Jürgen Keller frá Opel. Fyrir utan að Opel skarti merki sínu á búningum Dortmund munu aðilar standa saman að þróun nýrra þjónustuþátta við stuðningsmenn Dortmund og veitir Opel meðal annars kost á beinum samskiptum við þá. Leikmenn Dortmund munu gegna stærra hlutverki í kynningarstarfi Opel og þá mun Opel koma að grasrótarstarfi og þjálfunarbúðum ungliða Dortmund með öflugri hætti í framtíðinni. Svo má geta þess að samstarf Opel við Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Dortmund, sem nú gerir garðinn frægan hjá Liverpool mun halda áfram af fullum krafti.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent