Tíu veikir af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 11:58 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveisu Vísir/Eyþór Tíu manns, þar af einn starfsmaður, á Úlfljótsvatni eru nú veikir af nóróveirusýkingu. Þeir níu skátar sem veikir eru dvöldu allir í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði um síðustu helgi. „Það kemur í ljós í raun og veru í gær að það hafa fimm veikst yfir daginn. Innan hóps sem var í fjöldahjálparstöðinni um helgina. Hópurinn var í ferð yfir daginn og þegar hann kemur aftur inn á svæðið þá fara þau bara beint í sérstaka byggingu þar sem við höfum einangrað þau,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. „Svo vill svo til að það er hjúkrunarfræðingur í starfsliðinu sem hefur fylgst með líðan þeirra. Svo þegar líður á nóttina þá bætast fjórir við úr þessum hópi og einn starfsmaður.“ Öðrum hópum boðið að fara frá Úlfljótsvatni Í morgun, þegar lá fyrir að veiran væri að dreifast innan þessa tiltekna hóps en ekki á milli hópa á staðnum var öðrum hópum boðið að fara af svæðinu og finna sér annan náttstað. „Þessi hópur sem er sýktur núna, við fylgjumst grannt með þeim í dag og því hvort það komi upp ný tilfelli. Ef það gerist ekki þá skilst mér að ekkert sé því til fyrirstöðu að þau fljúgi heim á morgun,“ segir Elín Esther en veikindin standa yfirleitt yfir í 1-2 daga. „Við höfum verið í sambandi við sóttvarnarlækni og leitað til hans þegar eitthvað breytist. Hann ráðleggur okkur með að leggja aukna áherslu á hreinlæti og halda hópnum aðskildum og svo framvegis.“ Vilja lágmarka skaðann Á níunda tug hafa nú sýkst af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni á fimm dögum. 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveiru. Bati flestra var þó fljótur og allir höfðu verið útskrifaðir á sunnudag. „Svo þegar hópurinn fer að smitast þá viljum við finna leiðir til að lágmarka skaðann. Við erum enn í þeim fasa að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins en eftir því sem við vitum þá er ekkert sem bendi til þess að þetta eigi upptök sín á staðnum heldur að þetta komi á staðinn og dreifist hér. Þá vonum við með því að senda hópa í burtu, að það sé tækifæri til að binda almennilegan endahnút á þetta.“ Sjáið þið fyrir endann á þessu núna? „Við vonum það.“ Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar og bakland skátahreyfingarinnar skiptu sköpum Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar, segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni 13. ágúst 2017 12:38 Skátarnir snúa aftur á Úlfljótsvatn í kvöld Gert er ráð fyrir að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld. 12. ágúst 2017 20:58 Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag Aðeins fimm af 181 skáta sem veiktist af nórósýkingu í fyrrinótt eru enn með einkenni. Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi segist gera ráð fyrir að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag. 12. ágúst 2017 09:44 Skátarnir sem veiktust allir útskrifaðir Unnið er að sótthreinsun fjöldahjálparmiðstöðvarinnar í Hveragerði sem hýsti skátana sem sýktust af nóróveiru í vikunni. Búið er að útskrifa síðustu skátana þaðan. 13. ágúst 2017 10:53 Fleiri nórótilfelli greinast hjá skátum á Úlfljótsvatni Fimm ný tilfelli komu upp í dag og hafa viðkomandi skátar verið skildir að frá hinum. 14. ágúst 2017 23:56 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Tíu manns, þar af einn starfsmaður, á Úlfljótsvatni eru nú veikir af nóróveirusýkingu. Þeir níu skátar sem veikir eru dvöldu allir í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði um síðustu helgi. „Það kemur í ljós í raun og veru í gær að það hafa fimm veikst yfir daginn. Innan hóps sem var í fjöldahjálparstöðinni um helgina. Hópurinn var í ferð yfir daginn og þegar hann kemur aftur inn á svæðið þá fara þau bara beint í sérstaka byggingu þar sem við höfum einangrað þau,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni. „Svo vill svo til að það er hjúkrunarfræðingur í starfsliðinu sem hefur fylgst með líðan þeirra. Svo þegar líður á nóttina þá bætast fjórir við úr þessum hópi og einn starfsmaður.“ Öðrum hópum boðið að fara frá Úlfljótsvatni Í morgun, þegar lá fyrir að veiran væri að dreifast innan þessa tiltekna hóps en ekki á milli hópa á staðnum var öðrum hópum boðið að fara af svæðinu og finna sér annan náttstað. „Þessi hópur sem er sýktur núna, við fylgjumst grannt með þeim í dag og því hvort það komi upp ný tilfelli. Ef það gerist ekki þá skilst mér að ekkert sé því til fyrirstöðu að þau fljúgi heim á morgun,“ segir Elín Esther en veikindin standa yfirleitt yfir í 1-2 daga. „Við höfum verið í sambandi við sóttvarnarlækni og leitað til hans þegar eitthvað breytist. Hann ráðleggur okkur með að leggja aukna áherslu á hreinlæti og halda hópnum aðskildum og svo framvegis.“ Vilja lágmarka skaðann Á níunda tug hafa nú sýkst af nóróveirusýkingu á Úlfljótsvatni á fimm dögum. 181 erlendur skáti og foringjar voru færðir í einangrun í grunnskólann í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að á sjötta tug þeirra greindust með fyrrnefnd einkenni nóróveiru. Bati flestra var þó fljótur og allir höfðu verið útskrifaðir á sunnudag. „Svo þegar hópurinn fer að smitast þá viljum við finna leiðir til að lágmarka skaðann. Við erum enn í þeim fasa að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins en eftir því sem við vitum þá er ekkert sem bendi til þess að þetta eigi upptök sín á staðnum heldur að þetta komi á staðinn og dreifist hér. Þá vonum við með því að senda hópa í burtu, að það sé tækifæri til að binda almennilegan endahnút á þetta.“ Sjáið þið fyrir endann á þessu núna? „Við vonum það.“
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar og bakland skátahreyfingarinnar skiptu sköpum Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar, segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni 13. ágúst 2017 12:38 Skátarnir snúa aftur á Úlfljótsvatn í kvöld Gert er ráð fyrir að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld. 12. ágúst 2017 20:58 Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag Aðeins fimm af 181 skáta sem veiktist af nórósýkingu í fyrrinótt eru enn með einkenni. Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi segist gera ráð fyrir að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag. 12. ágúst 2017 09:44 Skátarnir sem veiktust allir útskrifaðir Unnið er að sótthreinsun fjöldahjálparmiðstöðvarinnar í Hveragerði sem hýsti skátana sem sýktust af nóróveiru í vikunni. Búið er að útskrifa síðustu skátana þaðan. 13. ágúst 2017 10:53 Fleiri nórótilfelli greinast hjá skátum á Úlfljótsvatni Fimm ný tilfelli komu upp í dag og hafa viðkomandi skátar verið skildir að frá hinum. 14. ágúst 2017 23:56 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Viðbragðsaðilar og bakland skátahreyfingarinnar skiptu sköpum Það hefur verið mjög gott að finna að það er til kerfi til að taka við svona viðburðum og að það kerfi virkar, segir Elín Esther Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni 13. ágúst 2017 12:38
Skátarnir snúa aftur á Úlfljótsvatn í kvöld Gert er ráð fyrir að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld. 12. ágúst 2017 20:58
Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag Aðeins fimm af 181 skáta sem veiktist af nórósýkingu í fyrrinótt eru enn með einkenni. Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi segist gera ráð fyrir að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag. 12. ágúst 2017 09:44
Skátarnir sem veiktust allir útskrifaðir Unnið er að sótthreinsun fjöldahjálparmiðstöðvarinnar í Hveragerði sem hýsti skátana sem sýktust af nóróveiru í vikunni. Búið er að útskrifa síðustu skátana þaðan. 13. ágúst 2017 10:53
Fleiri nórótilfelli greinast hjá skátum á Úlfljótsvatni Fimm ný tilfelli komu upp í dag og hafa viðkomandi skátar verið skildir að frá hinum. 14. ágúst 2017 23:56