Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2017 07:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
„Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00