Villandi vísindi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Eigum við að hætta að borða kjöt, fisk, mjólkurvörur og alifuglakjöt? Björgum við þannig loftslagi plánetunnar og okkar eigin heilsu? Svarið er afdráttarlaust „já“ samkvæmt heimildarmyndinni What the Health, sem rúmlega hundrað milljón áskrifendur Netflix geta nú horft á. Meginniðurstaða myndarinnar er að mataræði sem byggir á grænmeti og engum dýraafurðum sé í raun eina lyfið sem við mannfólkið þurfum til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og krabbamein, og til að stemma stigu við faröldrum offitu og sykursýki. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós heilsufarslegan ávinning þess að éta ekki kjöt, og það eru ekki bara heilsutengdar ástæður fyrir því að gerast grænmetisæta, heldur einnig siðferðilegar. Nægir að benda á slæman aðbúnað dýra og gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til skepnuhalds. What the Health hefur vakið töluverða athygli. Skiljanlega, enda kemur fram í myndinni að eitt egg á dag jafnast á við fimm sígarettur og mjólk er krabbameinsvaldandi. Staðreyndin er auðvitað sú að ekkert af þessu á við rök að styðjast og í fullyrðingum kvikmyndagerðarmannanna er ítrekað að finna meiriháttar afbakanir á rannsóknarniðurstöðum virtra vísindamanna og vísindastofnana. Það er ekki markmið kvikmyndagerðarmannanna að leggja fram rök með eða á móti af hlutlægni. What the Health er áróðursmynd, dulbúin sem einlæg tilraun til að stuðla að byltingu í matarvenjum okkar. Hvernig getur mynd eins og What the Health haft jafn mikil áhrif og raun ber vitni? Ekki nægir að skella skuldinni á kvikmyndagerðarmennina, enda fylgja þeir aðeins sannfæringu sinni, þó svo að það útheimti útúrsnúning. Við þurfum að líta í eigin barm og freista þess að skilja af hverju við látum blekkjast svo auðveldlega, þá sérstaklega þegar vísindi eru annars vegar. Samkvæmt PISA-könnunum síðustu ára er vísindalæsi á hraðri niðurleið hér á landi. Það er einmitt í vísindagreinunum þar sem við tileinkum okkur gagnrýna hugsun og lærum að taka ekki fullyrðingum ofstækismanna sem heilögum sannleika, sama hversu göfug hugsjón þeirra er. Vitanlega er ekki aðeins hægt að sakast við menntakerfi sem á erfitt með að virkja áhuga ungs fólks á vísindum. Beina þarf sjónum að því hvernig við umgöngumst vísindi í okkar daglega lífi, þá sérstaklega hvernig fjölmiðlar gera það. Fullyrðingar eins og þær sem birtast í What the Health eru eitthvað sem við sjáum daglega í fyrirsögnum fréttamiðla. Ein af megin röksemdafærslum kvikmyndagerðarmannanna er að Alþjóða heilbrigðismálastofnun (WHO) telji unnið kjöt vera jafn hættulegt heilsu fólks og reykingar. Fjölmargar fréttastofur birtu fréttir þar sem þessu var slegið fram, þegar staðreyndin er sú að WHO telur sjálfar vísbendingarnar um tengsl unnins kjöts og krabbameins vera jafn sterkar og þegar tengsl reykinga og krabbameins eru skoðuð. Með því að tileinka okkur gagnrýna hugsun og gæða efasemdamanninn innra með okkur lífi getum við horft á kvikmynd eins og What the Health og séð í gegnum áróðurinn. Að baki býr nefnilega nauðsynlegur boðskapur sem varðar heimsbyggðina alla. Farsælli heilsufarsbyltingu verður þó ekki hrundið af stað með blekkingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Eigum við að hætta að borða kjöt, fisk, mjólkurvörur og alifuglakjöt? Björgum við þannig loftslagi plánetunnar og okkar eigin heilsu? Svarið er afdráttarlaust „já“ samkvæmt heimildarmyndinni What the Health, sem rúmlega hundrað milljón áskrifendur Netflix geta nú horft á. Meginniðurstaða myndarinnar er að mataræði sem byggir á grænmeti og engum dýraafurðum sé í raun eina lyfið sem við mannfólkið þurfum til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og krabbamein, og til að stemma stigu við faröldrum offitu og sykursýki. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós heilsufarslegan ávinning þess að éta ekki kjöt, og það eru ekki bara heilsutengdar ástæður fyrir því að gerast grænmetisæta, heldur einnig siðferðilegar. Nægir að benda á slæman aðbúnað dýra og gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til skepnuhalds. What the Health hefur vakið töluverða athygli. Skiljanlega, enda kemur fram í myndinni að eitt egg á dag jafnast á við fimm sígarettur og mjólk er krabbameinsvaldandi. Staðreyndin er auðvitað sú að ekkert af þessu á við rök að styðjast og í fullyrðingum kvikmyndagerðarmannanna er ítrekað að finna meiriháttar afbakanir á rannsóknarniðurstöðum virtra vísindamanna og vísindastofnana. Það er ekki markmið kvikmyndagerðarmannanna að leggja fram rök með eða á móti af hlutlægni. What the Health er áróðursmynd, dulbúin sem einlæg tilraun til að stuðla að byltingu í matarvenjum okkar. Hvernig getur mynd eins og What the Health haft jafn mikil áhrif og raun ber vitni? Ekki nægir að skella skuldinni á kvikmyndagerðarmennina, enda fylgja þeir aðeins sannfæringu sinni, þó svo að það útheimti útúrsnúning. Við þurfum að líta í eigin barm og freista þess að skilja af hverju við látum blekkjast svo auðveldlega, þá sérstaklega þegar vísindi eru annars vegar. Samkvæmt PISA-könnunum síðustu ára er vísindalæsi á hraðri niðurleið hér á landi. Það er einmitt í vísindagreinunum þar sem við tileinkum okkur gagnrýna hugsun og lærum að taka ekki fullyrðingum ofstækismanna sem heilögum sannleika, sama hversu göfug hugsjón þeirra er. Vitanlega er ekki aðeins hægt að sakast við menntakerfi sem á erfitt með að virkja áhuga ungs fólks á vísindum. Beina þarf sjónum að því hvernig við umgöngumst vísindi í okkar daglega lífi, þá sérstaklega hvernig fjölmiðlar gera það. Fullyrðingar eins og þær sem birtast í What the Health eru eitthvað sem við sjáum daglega í fyrirsögnum fréttamiðla. Ein af megin röksemdafærslum kvikmyndagerðarmannanna er að Alþjóða heilbrigðismálastofnun (WHO) telji unnið kjöt vera jafn hættulegt heilsu fólks og reykingar. Fjölmargar fréttastofur birtu fréttir þar sem þessu var slegið fram, þegar staðreyndin er sú að WHO telur sjálfar vísbendingarnar um tengsl unnins kjöts og krabbameins vera jafn sterkar og þegar tengsl reykinga og krabbameins eru skoðuð. Með því að tileinka okkur gagnrýna hugsun og gæða efasemdamanninn innra með okkur lífi getum við horft á kvikmynd eins og What the Health og séð í gegnum áróðurinn. Að baki býr nefnilega nauðsynlegur boðskapur sem varðar heimsbyggðina alla. Farsælli heilsufarsbyltingu verður þó ekki hrundið af stað með blekkingum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun