Silfurmaðurinn Oozthuizen söng og neitar að gefast upp | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2017 14:15 Oosthuizen svekktur á vellinum í gær. vísir/getty Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi. Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum. Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson. Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods. Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið. Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.Just finished my career grand slam second's .. "I'll rise up" pic.twitter.com/083aRityWn— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) August 14, 2017 Golf Tengdar fréttir Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi. Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum. Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson. Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods. Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið. Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.Just finished my career grand slam second's .. "I'll rise up" pic.twitter.com/083aRityWn— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) August 14, 2017
Golf Tengdar fréttir Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15