Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Einn lést þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem sýndi þjóðernissinnunum í Charlottesville andstöðu. vísir/epa Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent