Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 21:05 Stytturnar eru báðar staðsettar í garðinum fyrir utan gamla dómhúsið í Lexington. Vísir/Getty Jim Gray, borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga þar sem þrír létust og tugir slösuðust. Þetta tilkynnti Jim Gray á Twitter síðu sinni á laugardagskvöld. Hann sagðist hafa ætlað sér að tilkynna um áformin í næstu viku en að atburðir helgarinnar hafi valdið því að hann flýtti tilkynningunni. Stytturnar tvær sem um ræðir eru af John Hunt Morgan og John C. Breckinridge og eru þær báðar á lóð gamla dómshússins í borginni. John Hunt Morgan var hermaður fyrir Suðurríkjasambandið þar til hann lést árið 1864. John C. Breckinridge var fjórtándi varaforseti Bandaríkjanna og þrælahaldari. „Atburðir dagsins í Virginíu minna okkur á að við verðum að sameina landið okkar með því að fordæma ofbeldi, hvíta þjóðernissinna og haturshópa nasista,“ skrifaði Gray. „Við megum ekki leyfa þeim að móta framtíð okkar.“Today's events in Virginia remind us that we must bring our country together by condemning violence, white supremacists and Nazi hate groups— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 We cannot let them define our future.— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 Kentucky var ekki hluti af Suðurríkjasambandinu, líkt og Virginía, á tímum Þrælastríðsins. Ríkið var hins vegar fæðingastaður Jefferson Davis, forseta Suðurríkjasambandsins og Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. Kentucky gegndi lykilhlutverki í Þrælastríðinu og sagði Lincoln árið 1861 að það að tapa Kentucky þýddi að tapa stríðinu sjálfu. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Jim Gray, borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga þar sem þrír létust og tugir slösuðust. Þetta tilkynnti Jim Gray á Twitter síðu sinni á laugardagskvöld. Hann sagðist hafa ætlað sér að tilkynna um áformin í næstu viku en að atburðir helgarinnar hafi valdið því að hann flýtti tilkynningunni. Stytturnar tvær sem um ræðir eru af John Hunt Morgan og John C. Breckinridge og eru þær báðar á lóð gamla dómshússins í borginni. John Hunt Morgan var hermaður fyrir Suðurríkjasambandið þar til hann lést árið 1864. John C. Breckinridge var fjórtándi varaforseti Bandaríkjanna og þrælahaldari. „Atburðir dagsins í Virginíu minna okkur á að við verðum að sameina landið okkar með því að fordæma ofbeldi, hvíta þjóðernissinna og haturshópa nasista,“ skrifaði Gray. „Við megum ekki leyfa þeim að móta framtíð okkar.“Today's events in Virginia remind us that we must bring our country together by condemning violence, white supremacists and Nazi hate groups— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 We cannot let them define our future.— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 Kentucky var ekki hluti af Suðurríkjasambandinu, líkt og Virginía, á tímum Þrælastríðsins. Ríkið var hins vegar fæðingastaður Jefferson Davis, forseta Suðurríkjasambandsins og Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. Kentucky gegndi lykilhlutverki í Þrælastríðinu og sagði Lincoln árið 1861 að það að tapa Kentucky þýddi að tapa stríðinu sjálfu.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira