Kisner leiðir fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2017 23:45 Kisner er einum hring frá fyrsta sigrinum á einu af risamótunum fjórum. Vísir/Getty Kevin Kisner er með eins högga forskot á Chris Shroud og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Bandaríkjunum þessa helgina. Þriðji hringurinn tók langan tíma og mátti sjá það á efstu kylfingum að þeir voru þreytulegir er þeir komu loksins í hús nú rétt fyrir miðnætti á íslenskum tíma. Kisner og Hideki Matsuyama deildu efsta sætinu fyrir þriðja hringinn á átta höggum undir pari en þeir léku báðir yfir pari í dag, Kisner á einu höggi yfir pari en Matsuyama á tveimur höggum yfir pari. Kisner er því átján holum frá því að fagna sigri á einu af fjórum risamótum ársins í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á einu af stórmótunum er þegar hann deildi 12. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Stroud lék á parinu og saxaði með því á Kisner á toppnum en þeir Shroud og Matsuyama eru einu höggi á eftir Kisner en Justin Thomas og Louis Oosthuizen eru á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kisner. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti ári 2016 náði sér engan vegin á strik í dag en hann var á sex höggum yfir pari og er á parinu eftir þrjá hringi. Fékk hann fjórfaldan skolla á lokaholu dagsins eftir skrautleg innáhögg þar sem hann týndi meðal annars bolta en hann fékk fjóra skolla, einn skramba og fjórfaldan skolla á þriðja hring. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kevin Kisner er með eins högga forskot á Chris Shroud og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Bandaríkjunum þessa helgina. Þriðji hringurinn tók langan tíma og mátti sjá það á efstu kylfingum að þeir voru þreytulegir er þeir komu loksins í hús nú rétt fyrir miðnætti á íslenskum tíma. Kisner og Hideki Matsuyama deildu efsta sætinu fyrir þriðja hringinn á átta höggum undir pari en þeir léku báðir yfir pari í dag, Kisner á einu höggi yfir pari en Matsuyama á tveimur höggum yfir pari. Kisner er því átján holum frá því að fagna sigri á einu af fjórum risamótum ársins í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á einu af stórmótunum er þegar hann deildi 12. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Stroud lék á parinu og saxaði með því á Kisner á toppnum en þeir Shroud og Matsuyama eru einu höggi á eftir Kisner en Justin Thomas og Louis Oosthuizen eru á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kisner. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti ári 2016 náði sér engan vegin á strik í dag en hann var á sex höggum yfir pari og er á parinu eftir þrjá hringi. Fékk hann fjórfaldan skolla á lokaholu dagsins eftir skrautleg innáhögg þar sem hann týndi meðal annars bolta en hann fékk fjóra skolla, einn skramba og fjórfaldan skolla á þriðja hring.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira