Skátarnir snúa aftur á Úlfljótsvatn í kvöld Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 20:58 Börnin, sem veiktust mörg hver heiftarlega af magakveisu, voru flutt í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði. Alls veiktust 67 en flestir þeirra eru núna komnir til betri heilsu. vísir/Eyþór Gert er ráð fyrir að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld, en um 180 skátar voru fluttir þaðan í fjöldahjálparstöð í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að nóróveirusýking kom upp í hópnum. Upphaflega stóð til að skátarnir myndu snúa aftur á Úlfljótsvatn á morgun, en sótthreinsun á svæðinu hefur farið fram í dag og í gær og hefur hún gengið vel. „Eftir samráð við Heilbrigðiseftirlit og sóttvarnalækni á Suðurlandi þótti því ekki ástæða til að bíða lengur með að snúa til baka, þó svo að unnið verði eftir varúðarráðstöfunum á meðan beðið er eftir niðurstöðum sýnatöku,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. „Til dæmis verður aðeins notað aðflutt flöskuvatn og farið eftir leiðbeiningum um ítarlegt hreinlæti, handþvott og þrif.“ Margir þeirra sem höfðu veikst voru útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag og nú er unnið að því að koma öllum hópum fyrir á næturstað. „Hver hópur fyrir sig mun svo fljúga til síns heima á næstu dögum eins og fyrri ferðaplön þeirra segja til um,“ segir Hermann. Fréttin hefur verið uppfærð. Skipt var um mynd þar sem sú fyrri var ekki við hæfi. Beðist er velvirðingar á birtingunni. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Gert er ráð fyrir að fyrsti hópurinn af erlendum skátum snúi aftur á Úlfljótsvatn í kvöld, en um 180 skátar voru fluttir þaðan í fjöldahjálparstöð í Hveragerði aðfaranótt föstudags eftir að nóróveirusýking kom upp í hópnum. Upphaflega stóð til að skátarnir myndu snúa aftur á Úlfljótsvatn á morgun, en sótthreinsun á svæðinu hefur farið fram í dag og í gær og hefur hún gengið vel. „Eftir samráð við Heilbrigðiseftirlit og sóttvarnalækni á Suðurlandi þótti því ekki ástæða til að bíða lengur með að snúa til baka, þó svo að unnið verði eftir varúðarráðstöfunum á meðan beðið er eftir niðurstöðum sýnatöku,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. „Til dæmis verður aðeins notað aðflutt flöskuvatn og farið eftir leiðbeiningum um ítarlegt hreinlæti, handþvott og þrif.“ Margir þeirra sem höfðu veikst voru útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag og nú er unnið að því að koma öllum hópum fyrir á næturstað. „Hver hópur fyrir sig mun svo fljúga til síns heima á næstu dögum eins og fyrri ferðaplön þeirra segja til um,“ segir Hermann. Fréttin hefur verið uppfærð. Skipt var um mynd þar sem sú fyrri var ekki við hæfi. Beðist er velvirðingar á birtingunni.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira