Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 19:39 Minnst nítján eru slasaðir eftir átökin í Charlottesville í dag. Vísir/Getty Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12