Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 19:39 Minnst nítján eru slasaðir eftir átökin í Charlottesville í dag. Vísir/Getty Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12