Hafsteinn Briem er fjarri góðu gamni hjá ÍBV vegna meiðsla. Jónas Tór Næs er hins vegar klár í slaginn og byrjar.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson er í fremstu víglínu hjá ÍBV og á bekknum eru hvorki fleiri né færri en fjórir framherjar.
Fátt kemur á óvart í byrjunarliði FH. Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur aftur inn í byrjunarliðið í stað Robbies Crawford sem er ekki í hóp vegna meiðsla.
Króatíski kantmaðurinn Matija Dvornekovic er á varamannabekk FH.
Byrjunarliðin má sjá hér að neðan.
Leikur ÍBV og FH er í beinni textalýsingu á Vísi sem má nálgast með því að smella hér.
