Við megum ekki sofna á verðinum Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 15:00 Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir kynntust á ritstjórn Morgunblaðsins árið 1993. Hanna Katrín er eini samkynhneigði þingmaðurinn. vísir/eyþór Okkar gæfa er íslenskt samfélag, þetta umburðarlynda og opna samfélag,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og eini samkynhneigði þingmaðurinn. Hún er gift Ragnhildi Sverrisdóttur upplýsingafulltrúa, og saman eiga þær tvær dætur sem þær eignuðust 2001. „Ragnhildur er eina konan sem ég hef verið með og ég hef verið mjög lánsöm, því ég hef aldrei fundið fyrir neinum fordómum. Það var alveg búið að opna dyrnar þegar ég varð ástfangin af konu. Það sem var eftir voru lokahnykkir með lagasetningar. Það er það sem aðrir hópar undir þessari hinsegin-regnhlíf eru að glíma við í dag, eins og trans fólk,“ segir Hanna Katrín.Kné þarf að fylgja kviði „Það er svo mikilvægt þess vegna að láta kné fylgja kviði og festa í lögum réttindi hinsegin fólks þegar samfélagið er svona opið fyrir þessu. Ef það er ekki gert er alltaf þessi hætta á að verði afturför. Maður verður óneitanlega skelkaður þegar maður horfir á þróunina víða um heim, þegar hlutirnir fara að hallast að íhaldssemi og öfgum – þá vilja það oft verða þessir hópar, eins og konur og hinsegin fólk, sem eiga í vök að verjast. Við megum ekki sofna á verðinum.“ Ragnhildur kom út úr skápnum nokkru áður en Hanna Katrín gerði það, en þær felldu hugi saman á ritstjórn Morgunblaðsins um 1993. Ragnhildur gekk í Samtökin '78 þegar þau voru aðeins ársgömul, árið 1979.Mátti ekki tala um lesbíur „Þá var þetta pínulítill hópur. Við máttum ekki auglýsa neinar samkomur, máttum ekki nota orðið hommi eða lesbía í útvarpinu. Þetta var bara eins og í fornöld. Árið 1999, þegar gleðigangan var fyrst farin, höfðu orðið svo ótrúlegar breytingar. Þegar maður talaði um þessi fyrstu ár samtakanna var bara eins og maður væri að segja lygasögur af afa sínum,“ segir Ragnhildur hlæjandi. „Nú er svo mikið af hinsegin fyrirmyndum. Það breytti svo miklu.“ Hanna Katrín: „Nú er þetta íþróttafólk, poppstjörnur, pólitíkusar og líka venjulegt fólk, sem er ekki síðri fyrirmyndir vegna þess að það er það sem við flest erum.“Engar fréttir að vera trans Ragnhildur: „Svo hefur svo margt bæst í flóruna fleira en það eitt að vera lesbía eða hommi. Við sem erum lesbíur erum eiginlega orðnar svona forréttindahópur,“ segir Ragnhildur og hlær. „Maður heyrir af því í dag að unglingar séu ekki einu sinni að nefna það heima hjá sér þó það séu einhverjir trans unglingar í þeirra nærumhverfi. Þá hugsa ég með mér, vá, hvað við erum komin langt.“ Ragnhildur hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samtökin '78 í gegnum tíðina og tók nýverið sæti í trúnaðarráði samtakanna eftir hlé. Hún þekkir starf samtakanna vel og segir þau hafa breyst mikið, en þau séu að vinna gríðarlega mikilvægt starf. Breytingum fylgja gjarnan átök, líkt og frægt varð á síðasta ári, þegar úrsagnir urðu úr samtökunum eftir að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt. „Þetta eru orðin stór regnhlífasamtök. Einu sinni hét þetta bara Félag lesbía og homma og svo kom bí og trans og allt þetta og bættist í. Ég held að fólki, sem barðist hérna áður fyrr, hafi fundist það pínulítið búið að týna samtökunum sem kristallaðist svo í þessu BDSM-dæmi. Stofnendur samtakanna upplifðu sig jaðarsetta, því það voru komin svo mörg aðildarfélög.“Póltík má ekki valda kergju Hanna Katrín segir að hún hefði viljað sjá þetta leyst í meira bróðerni. „Það hefði mátt gera þetta betur. En þegar maður tekur þátt í þessu starfi, sem er náttúrulega aðallega í kringum þessa hátíð, þá hittir maður fólk sem er með manni undir regnhlífinni hinsegin fólk en er gjörólíkt manni. Því það er eitthvað annað sem skilgreinir það. Mér finnst dásamlegt að sjá þennan fjölbreytileika og þá verður þessi samhugur og þessi gleði. Maður verður svo þakklátur fyrir baráttu þessara óteljandi einstaklinga sem helltu sér út í þetta allt saman af svo ofboðslegum krafti, það er helst þess vegna sem maður verður svo svekktur þegar pólitík eða tæknileg atriði fara að valda kergju.Má ekki hlæja fólk út af sviðinu „Þetta var stórt mál, hlutirnir fóru hvorki fjandans til, eins og einhverjir spáðu, né gerðu samtökin sterkari. En ég veit ekki betur en að félagið sé mjög sterkt í dag. Hlutverk samtakanna hefur breyst og baráttumálin eru allt önnur. Ég sé ekki hvernig viðhorf almennings gæti verið betra gagnvart hinsegin fólki, sem var eitt aðalbaráttumálið hér áður fyrr. Nú eru málefnin orðin svo fjölbreytt. Það verður til þess að það verður ákveðið flækjustig. Það eina sem ég stressa mig á, hvað þetta varðar, er að mér þætti það slæm þróun ef við sérfræðivæddum þessa umræðu þannig að fólk almennt geti ekki tekið þátt í að tala um þetta. Það þarf að passa að hlæja fólk ekki út af sviðinu ef það kann ekki tungutakið. Maður hefur séð dæmi þess. Það má ekki fæla almenning frá því að taka þátt í baráttunni, því þá erum við búin að týna henni.“ Ragnhildur tekur undir. „Við þurfum að passa okkur að vera líka umburðarlynd, í okkar röðum og það eru það langflestir.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Okkar gæfa er íslenskt samfélag, þetta umburðarlynda og opna samfélag,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og eini samkynhneigði þingmaðurinn. Hún er gift Ragnhildi Sverrisdóttur upplýsingafulltrúa, og saman eiga þær tvær dætur sem þær eignuðust 2001. „Ragnhildur er eina konan sem ég hef verið með og ég hef verið mjög lánsöm, því ég hef aldrei fundið fyrir neinum fordómum. Það var alveg búið að opna dyrnar þegar ég varð ástfangin af konu. Það sem var eftir voru lokahnykkir með lagasetningar. Það er það sem aðrir hópar undir þessari hinsegin-regnhlíf eru að glíma við í dag, eins og trans fólk,“ segir Hanna Katrín.Kné þarf að fylgja kviði „Það er svo mikilvægt þess vegna að láta kné fylgja kviði og festa í lögum réttindi hinsegin fólks þegar samfélagið er svona opið fyrir þessu. Ef það er ekki gert er alltaf þessi hætta á að verði afturför. Maður verður óneitanlega skelkaður þegar maður horfir á þróunina víða um heim, þegar hlutirnir fara að hallast að íhaldssemi og öfgum – þá vilja það oft verða þessir hópar, eins og konur og hinsegin fólk, sem eiga í vök að verjast. Við megum ekki sofna á verðinum.“ Ragnhildur kom út úr skápnum nokkru áður en Hanna Katrín gerði það, en þær felldu hugi saman á ritstjórn Morgunblaðsins um 1993. Ragnhildur gekk í Samtökin '78 þegar þau voru aðeins ársgömul, árið 1979.Mátti ekki tala um lesbíur „Þá var þetta pínulítill hópur. Við máttum ekki auglýsa neinar samkomur, máttum ekki nota orðið hommi eða lesbía í útvarpinu. Þetta var bara eins og í fornöld. Árið 1999, þegar gleðigangan var fyrst farin, höfðu orðið svo ótrúlegar breytingar. Þegar maður talaði um þessi fyrstu ár samtakanna var bara eins og maður væri að segja lygasögur af afa sínum,“ segir Ragnhildur hlæjandi. „Nú er svo mikið af hinsegin fyrirmyndum. Það breytti svo miklu.“ Hanna Katrín: „Nú er þetta íþróttafólk, poppstjörnur, pólitíkusar og líka venjulegt fólk, sem er ekki síðri fyrirmyndir vegna þess að það er það sem við flest erum.“Engar fréttir að vera trans Ragnhildur: „Svo hefur svo margt bæst í flóruna fleira en það eitt að vera lesbía eða hommi. Við sem erum lesbíur erum eiginlega orðnar svona forréttindahópur,“ segir Ragnhildur og hlær. „Maður heyrir af því í dag að unglingar séu ekki einu sinni að nefna það heima hjá sér þó það séu einhverjir trans unglingar í þeirra nærumhverfi. Þá hugsa ég með mér, vá, hvað við erum komin langt.“ Ragnhildur hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samtökin '78 í gegnum tíðina og tók nýverið sæti í trúnaðarráði samtakanna eftir hlé. Hún þekkir starf samtakanna vel og segir þau hafa breyst mikið, en þau séu að vinna gríðarlega mikilvægt starf. Breytingum fylgja gjarnan átök, líkt og frægt varð á síðasta ári, þegar úrsagnir urðu úr samtökunum eftir að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt. „Þetta eru orðin stór regnhlífasamtök. Einu sinni hét þetta bara Félag lesbía og homma og svo kom bí og trans og allt þetta og bættist í. Ég held að fólki, sem barðist hérna áður fyrr, hafi fundist það pínulítið búið að týna samtökunum sem kristallaðist svo í þessu BDSM-dæmi. Stofnendur samtakanna upplifðu sig jaðarsetta, því það voru komin svo mörg aðildarfélög.“Póltík má ekki valda kergju Hanna Katrín segir að hún hefði viljað sjá þetta leyst í meira bróðerni. „Það hefði mátt gera þetta betur. En þegar maður tekur þátt í þessu starfi, sem er náttúrulega aðallega í kringum þessa hátíð, þá hittir maður fólk sem er með manni undir regnhlífinni hinsegin fólk en er gjörólíkt manni. Því það er eitthvað annað sem skilgreinir það. Mér finnst dásamlegt að sjá þennan fjölbreytileika og þá verður þessi samhugur og þessi gleði. Maður verður svo þakklátur fyrir baráttu þessara óteljandi einstaklinga sem helltu sér út í þetta allt saman af svo ofboðslegum krafti, það er helst þess vegna sem maður verður svo svekktur þegar pólitík eða tæknileg atriði fara að valda kergju.Má ekki hlæja fólk út af sviðinu „Þetta var stórt mál, hlutirnir fóru hvorki fjandans til, eins og einhverjir spáðu, né gerðu samtökin sterkari. En ég veit ekki betur en að félagið sé mjög sterkt í dag. Hlutverk samtakanna hefur breyst og baráttumálin eru allt önnur. Ég sé ekki hvernig viðhorf almennings gæti verið betra gagnvart hinsegin fólki, sem var eitt aðalbaráttumálið hér áður fyrr. Nú eru málefnin orðin svo fjölbreytt. Það verður til þess að það verður ákveðið flækjustig. Það eina sem ég stressa mig á, hvað þetta varðar, er að mér þætti það slæm þróun ef við sérfræðivæddum þessa umræðu þannig að fólk almennt geti ekki tekið þátt í að tala um þetta. Það þarf að passa að hlæja fólk ekki út af sviðinu ef það kann ekki tungutakið. Maður hefur séð dæmi þess. Það má ekki fæla almenning frá því að taka þátt í baráttunni, því þá erum við búin að týna henni.“ Ragnhildur tekur undir. „Við þurfum að passa okkur að vera líka umburðarlynd, í okkar röðum og það eru það langflestir.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira