Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 11:12 Nýnasistar, öfgahægrimenn og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman í hundruða tali í gær. Vísir/AFP Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira