40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2017 14:00 Rafn eð lax úr opnun Miðfjarðará. Mynd: Miðfjarðará Lodge FB Veiðin í Miðfjarðará stendur upp úr veiðitölum á Norðurlandi en veiðin í þessum landshluta hefur verið æði misjöfn en nokkrar ár standa þó upp úr. Árnar á Norðurlandi sem eru að eiga ágætt sumar eru til dæmis Laxá á Ásum sem er komin yfir heildarveiðina í fyrra og stóð veiðin þar í 637 löxum á miðvikudaginn en heildarveiðin í fyrra var 620 laxar. Blanda er í 1219 löxum en hún lauk sumrinu í fyrra með 2386 löxum og er því með um helmingi minni veiði en í fyrra. Laxá í Aðaldal má muna fífil sinn fegri en þar hafa aðeins veiðst 501 laxar á móti heildarveiði í fyrra upp á 1207 laxa. Miðfjarðará stendur klárlega upp úr ánum norðan heiða en þar voru komnir 2173 laxar á land á miðvikudagskvöldið og er dagsveiðin þar um 40-60 laxar á dag. Vikuveiðin í síðustu viku var 321 lax og komst áin yfir 2000 laxa þá vikuna. Það er góður tími framundan í Miðfjarðará og ljóst að hún gæti endað milli 3500 og 4000 löxum í heildarveiði ef veiðitölur halda áfram að vera í þeim takti sem hafa verið síðustu daga. Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði
Veiðin í Miðfjarðará stendur upp úr veiðitölum á Norðurlandi en veiðin í þessum landshluta hefur verið æði misjöfn en nokkrar ár standa þó upp úr. Árnar á Norðurlandi sem eru að eiga ágætt sumar eru til dæmis Laxá á Ásum sem er komin yfir heildarveiðina í fyrra og stóð veiðin þar í 637 löxum á miðvikudaginn en heildarveiðin í fyrra var 620 laxar. Blanda er í 1219 löxum en hún lauk sumrinu í fyrra með 2386 löxum og er því með um helmingi minni veiði en í fyrra. Laxá í Aðaldal má muna fífil sinn fegri en þar hafa aðeins veiðst 501 laxar á móti heildarveiði í fyrra upp á 1207 laxa. Miðfjarðará stendur klárlega upp úr ánum norðan heiða en þar voru komnir 2173 laxar á land á miðvikudagskvöldið og er dagsveiðin þar um 40-60 laxar á dag. Vikuveiðin í síðustu viku var 321 lax og komst áin yfir 2000 laxa þá vikuna. Það er góður tími framundan í Miðfjarðará og ljóst að hún gæti endað milli 3500 og 4000 löxum í heildarveiði ef veiðitölur halda áfram að vera í þeim takti sem hafa verið síðustu daga.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Efri hluti Elliðaánna að koma sterkt inn Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Elliðaárnar opnuðu með athöfn í morgun Veiði