Löng bið endar í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 06:00 Heimir Guðjónsson og Kristján Guðmundsson hafa báðir unnið bikarkeppnina einu sinni sem þjálfarar. vísir/ernir Eyjamenn hafa beðið eftir titli í nítján ár og hið sigursæla lið FH-inga hefur ekki unnið bikarinn í sjö ár. Það er öruggt að biðin endar hjá öðru hvoru félaginu í Laugardalnum í dag. Sumarið 1998 vann ÍBV tvöfalt en það voru jafnframt tveir síðustu stóru titlar karlaliðs félagsins. Síðan þá hefur ÍBV misst af 36 Íslands- og bikarmeistaratitlum en nú er tækifæri til að enda þessa löngu bið. „ÍBV hefur unnið titla í gegnum árin en það hefur verið bið á því undanfarið enda önnur lið sem hafa tekið við keflinu. Fólk langar að fá titil aftur til Eyja,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Eyjamenn mæta reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar þeir töpuðu fyrir Val í bikarúrslitaleiknum. ÍBV hefur hins vegar tvisvar áður náð að vinna bikarinn árið eftir að þeir töpuðu í úrslitaleiknum en því náðu Eyjamenn árin 1981 og 1998. Kristján segir að það hafi mikla þýðingu fyrir ÍBV að vera komið í bikarúrslitin. „Mjög mikla, ekki síst til að halda starfinu gangandi. Við viljum sýna okkar stuðningsaðilum að við séum með sýnilegt lið sem eigi möguleika á að ná árangri og vinna titla. Ég tala nú ekki um ef okkur tækist að vinna leikinn. Það væri risaáfangi.“FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum 2010.vísir/daníelÞekkjum stóra leiki FH-ingar hafa lyft Íslandsbikarnum átta sinnum á loft á síðustu þrettán árum en þeir hafa aðeins tvisvar komist í bikarúrslitaleikinn á þessum árum. FH vann Fjölni í úrslitaleiknum 2007 og svo stórsigur á KR í úrslitaleiknum 2010. Síðan þá hafa FH-ingar ekki komist í bikarúrslitin, þrátt fyrir að hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla síðan. „Við höfum verið óánægðir með slæmt gengi í bikarnum. Við höfum því reynt að brjóta þetta upp og finna nýjar leiðir til að komast í stóra leikinn. Það tókst loksins sem er afar jákvætt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og bætti við að það væru forréttindi að taka þátt í leiknum. „Þetta er stærsti leikur sumarsins og við þekkjum það vel að spila í stórum leikjum. Ég hef ekki áhyggjur af spennustigi en ÍBV mun gefa okkur hörkuleik. Ef við mætum ekki með rétt hugarfar til leiks þá skiptir engu máli hverjum við mætum, það mun fara illa.“Hlynur Stefánsson og Zoran Miljkovic halda á bikarnum eftir sigur ÍBV á Leiftri í bikarúrslitaleiknum 1998.vísir/brynjar gautiAuðvelda leiðin FH-ingar fóru auðveldu leiðina inn í bikarúrslitaleikinn í ár því leikurinn á móti ÍBV verður fyrsti bikarleikurinn í sumar á móti liði úr Pepsi-deildinni. FH hefur hingað til slegið út þrjú Inkasso-lið og eitt lið úr 2. deildinni. Eyjamenn hafa aftur á móti þegar slegið þrjú Pepsi-deildar lið út úr bikarnum, þar af tvö þau síðustu (Víking R. og Stjörnuna) á útivelli. FH-ingum hefur ekki gengið allt of vel með lakari liðin í sumar. Báðir tapleikir liðsins í Pepsi-deildinni hafa komið á heimavelli á móti einu af fimm neðstu liðunum og þá vann FH þrjú b-deildarlið með minnsta mun í bikarnum. FH hefur aftur á móti ekki tapað í sumar á móti neinu af sjö bestu liðum Pepsi-deildarinnar. Úrslitaleikur á Melavelli Eyjamenn eru mikið bikarlið en deildin hefur ekki gengið eins vel. Frá því í júní í fyrra hafa 7 af 12 sigurleikjum ÍBV í deild og bikar verið bikarsigrar. Það er orðið langt síðan að þessi lið mættust í bikarúrslitaleik en sá leikur fór fram á gamla Melavellinum og var ekki spilaður fyrr en í nóvember. ÍBV vann þá 2-0 sigur á FH sem þurfti að bíða í 34 ár til viðbótar eftir fyrsta bikarmeistaratitli félagsins. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.30.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Langar alltaf að komast aftur í bikarúrslitin Kristján Guðmundsson er að fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum. 11. ágúst 2017 14:15 Ingó Veðurguð skemmtir stuðningsmönnum beggja liða Það verður vegleg skemmtidagskrá fyrir stuðningsmenn bæði FH og ÍBV fyrir bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 11. ágúst 2017 15:30 Nýju útlendingarnir gætu fengið tækifæri hjá FH á morgun Heimir Guðjónsson hefur ekkert notað tvo nýja leikmenn sem hann fékk í félagaskiptaglugganum í sumar. 11. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Eyjamenn hafa beðið eftir titli í nítján ár og hið sigursæla lið FH-inga hefur ekki unnið bikarinn í sjö ár. Það er öruggt að biðin endar hjá öðru hvoru félaginu í Laugardalnum í dag. Sumarið 1998 vann ÍBV tvöfalt en það voru jafnframt tveir síðustu stóru titlar karlaliðs félagsins. Síðan þá hefur ÍBV misst af 36 Íslands- og bikarmeistaratitlum en nú er tækifæri til að enda þessa löngu bið. „ÍBV hefur unnið titla í gegnum árin en það hefur verið bið á því undanfarið enda önnur lið sem hafa tekið við keflinu. Fólk langar að fá titil aftur til Eyja,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Eyjamenn mæta reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar þeir töpuðu fyrir Val í bikarúrslitaleiknum. ÍBV hefur hins vegar tvisvar áður náð að vinna bikarinn árið eftir að þeir töpuðu í úrslitaleiknum en því náðu Eyjamenn árin 1981 og 1998. Kristján segir að það hafi mikla þýðingu fyrir ÍBV að vera komið í bikarúrslitin. „Mjög mikla, ekki síst til að halda starfinu gangandi. Við viljum sýna okkar stuðningsaðilum að við séum með sýnilegt lið sem eigi möguleika á að ná árangri og vinna titla. Ég tala nú ekki um ef okkur tækist að vinna leikinn. Það væri risaáfangi.“FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum 2010.vísir/daníelÞekkjum stóra leiki FH-ingar hafa lyft Íslandsbikarnum átta sinnum á loft á síðustu þrettán árum en þeir hafa aðeins tvisvar komist í bikarúrslitaleikinn á þessum árum. FH vann Fjölni í úrslitaleiknum 2007 og svo stórsigur á KR í úrslitaleiknum 2010. Síðan þá hafa FH-ingar ekki komist í bikarúrslitin, þrátt fyrir að hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla síðan. „Við höfum verið óánægðir með slæmt gengi í bikarnum. Við höfum því reynt að brjóta þetta upp og finna nýjar leiðir til að komast í stóra leikinn. Það tókst loksins sem er afar jákvætt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og bætti við að það væru forréttindi að taka þátt í leiknum. „Þetta er stærsti leikur sumarsins og við þekkjum það vel að spila í stórum leikjum. Ég hef ekki áhyggjur af spennustigi en ÍBV mun gefa okkur hörkuleik. Ef við mætum ekki með rétt hugarfar til leiks þá skiptir engu máli hverjum við mætum, það mun fara illa.“Hlynur Stefánsson og Zoran Miljkovic halda á bikarnum eftir sigur ÍBV á Leiftri í bikarúrslitaleiknum 1998.vísir/brynjar gautiAuðvelda leiðin FH-ingar fóru auðveldu leiðina inn í bikarúrslitaleikinn í ár því leikurinn á móti ÍBV verður fyrsti bikarleikurinn í sumar á móti liði úr Pepsi-deildinni. FH hefur hingað til slegið út þrjú Inkasso-lið og eitt lið úr 2. deildinni. Eyjamenn hafa aftur á móti þegar slegið þrjú Pepsi-deildar lið út úr bikarnum, þar af tvö þau síðustu (Víking R. og Stjörnuna) á útivelli. FH-ingum hefur ekki gengið allt of vel með lakari liðin í sumar. Báðir tapleikir liðsins í Pepsi-deildinni hafa komið á heimavelli á móti einu af fimm neðstu liðunum og þá vann FH þrjú b-deildarlið með minnsta mun í bikarnum. FH hefur aftur á móti ekki tapað í sumar á móti neinu af sjö bestu liðum Pepsi-deildarinnar. Úrslitaleikur á Melavelli Eyjamenn eru mikið bikarlið en deildin hefur ekki gengið eins vel. Frá því í júní í fyrra hafa 7 af 12 sigurleikjum ÍBV í deild og bikar verið bikarsigrar. Það er orðið langt síðan að þessi lið mættust í bikarúrslitaleik en sá leikur fór fram á gamla Melavellinum og var ekki spilaður fyrr en í nóvember. ÍBV vann þá 2-0 sigur á FH sem þurfti að bíða í 34 ár til viðbótar eftir fyrsta bikarmeistaratitli félagsins. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.30.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Langar alltaf að komast aftur í bikarúrslitin Kristján Guðmundsson er að fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum. 11. ágúst 2017 14:15 Ingó Veðurguð skemmtir stuðningsmönnum beggja liða Það verður vegleg skemmtidagskrá fyrir stuðningsmenn bæði FH og ÍBV fyrir bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 11. ágúst 2017 15:30 Nýju útlendingarnir gætu fengið tækifæri hjá FH á morgun Heimir Guðjónsson hefur ekkert notað tvo nýja leikmenn sem hann fékk í félagaskiptaglugganum í sumar. 11. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Kristján: Langar alltaf að komast aftur í bikarúrslitin Kristján Guðmundsson er að fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum. 11. ágúst 2017 14:15
Ingó Veðurguð skemmtir stuðningsmönnum beggja liða Það verður vegleg skemmtidagskrá fyrir stuðningsmenn bæði FH og ÍBV fyrir bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 11. ágúst 2017 15:30
Nýju útlendingarnir gætu fengið tækifæri hjá FH á morgun Heimir Guðjónsson hefur ekkert notað tvo nýja leikmenn sem hann fékk í félagaskiptaglugganum í sumar. 11. ágúst 2017 15:40
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti