Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna: Stærstu sigrarnir í höfn - en bara fyrir suma Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:30 Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV samtakanna „Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
„Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira