Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna: Stærstu sigrarnir í höfn - en bara fyrir suma Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:30 Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV samtakanna „Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Stærstu sigrarnir eru í höfn fyrir homma og lesbíur. Við njótum lagalegs jafnréttis á við aðra og sýnileikinn er til staðar, unga fólkið kemur fyrr út og samfélagið allt og skólar til fyrirmyndar,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. „En við þurfum að standa vörð um réttindi jaðarhópa. Reynslan segir okkur að þau eru ekki sjálfsögð og Ísland hefur dregist aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks miðað við hin Evrópulöndin. Í dag standa spjótin sem dæmi á stöðu transfólks, sérstaklega unglinga og barna.“ Einar kom út úr skápnum fyrir 33 árum og segir ekki hægt að líkja saman lífi samkynhneigðra nú og á níunda áratugnum. „Fordómar voru miklir svo og þekkingarskortur. Það var mikið álag að koma út á þessum árum en jafnframt persónulegur léttir þrátt fyrir tíðarandann. Við nutum ekki mannréttinda á við aðra og ég segi stundum „hommar voru réttdræpir í gamla daga“. Það var hreinlega barist upp á líf og dauða fyrir tilveru samkynhneigða samfélagsins. Úthald, kjarkur, eldmóður og þrautseigja þeirra sem stóðu í stafni á þessum árum var svo öflug að þess verður lengi minnst. Ekki má gleymast að þakka og gleðjast yfir því sem hefur áunnist á ekki lengri tíma, í raun ótrúlegt kraftaverk.“ Einar segir Hinsegin daga mjög mikilvæga hátíð enn í dag. „Það er þetta með sýnileikann, stoltið, ástina og kærleikann og samkenndina. Ég græt oft af gleði og þakklæti á Gay Pride, það er svo ótrúlega stórt, fallegt og dýrmætt fyrir okkur eldri að sjá og finna velviljann og allt sem hefur áunnist í réttindabaráttunni.“ HIV ísland tekur þátt í göngunni í ár. „Við vonumst til að vera hópur sem gengur saman og vera sýnileg. Við höfum látið útbúa skilti með skilaboðum „HIV jákvæðir á lyfjum – smita ekki“ „Jákvæð og ósmitandi“, „Jákvæð og gordjöss“, „Bless fordómar – halló gordjöss“, „HIV jákvæðir á lyfjameðferð =ósmitandi“.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira