Atómstríð á Twitter Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 06:00 Hótanir og stórkarlalegar yfirlýsingar ganga nú á víxl milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta og manna hans, og Norður-Kóreu, þar sem einræðisherrann Kim Jong-un ræður ríkjum. Varla þarf að nefna að allt er undir í þessari deilu. Bandaríkjamenn hafa yfir að ráða stærsta kjarnavopnabúri á jörðinni. Almennt er talið að Norður-Kórea eigi sömuleiðis kjarnavopn og geti valdið heimsbyggðinni stórkostlegum skaða eins og hendi sé veifað. Þessi stórkarlalegi háskaleikur minnir á Kúbudeiluna fyrir rúmlega hálfri öld. Aftur beinast augu heimsins að lítilli eyju sem litlu skiptir í stóra samhenginu. Nú er það Kyrrahafseyjan Gvam sem lýtur bandarískum yfirráðum. Það sem er ólíkt nú er framganga leiðtoganna. Það var reisn yfir Kennedy Bandaríkjaforseta og Krústsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Þeir tóku því ekki af léttúð að hafa örlög heimsbyggðarinnar í hendi sér. Niðurstaðan varð enda sú að þeir létu aldrei til skarar skríða og úr varð einhvers konar ógnarjafnvægi sem hélst í aldarþriðjung, allt þar til járntjaldið féll. Nú er myndin allt önnur. Trump Bandaríkjaforseta virðist illmögulegt að ganga fram af þeirri reisn og yfirvegun, sem leiðtogi hins frjálsa heims þyrfti helst að búa yfir. Vart þarf að taka fram að hótanir um kjarnorkuárásir gegnum Twitter eru nýjung í mannkynssögunni. Ekki eru þær stórmannlegar. Á hinum endanum er svo þriðju kynslóðar einræðisherrann Kim Jong-un. Maður sem heldur um alla valdaþræði í heimalandinu með linnulausum áróðri og sérkennilegri matreiðslu upplýsinga um það sem gerist í heiminum. Hann beitir þjóð sína skefjalausu ofbeldi og kúgun og hikar ekki við að koma þeim sem sýna honum minnsta andóf fyrir kattarnef. Þó að eðlismunur sé á stjórnarfari þessara tveggja ríkja má stundum vart á milli sjá hvort kjarnorkuveldið er í höndum furðulegri stjórnvalda, Norður-Kórea eða Bandaríkin. Trump og hans kónar virka stundum litlu ábyrgari en Kim Jong-un og hans vélræna sveit. Eðlilegt er að nú fari um þá sem eiga hagsmuna að gæta í nágrenni Kóreuskaga. Suður-Kóreumenn, Japanir og Ástralar eiga þann kost einan að standa við bakið á Trump í þessari furðulegu stöðu. Og vona að hegðun forsetans á Twitter sé ekki vísbending um það sem koma skal. Við verðum að vona að John McCain, þingmaður Repúblikana og fyrrum forsetaframbjóðandi, meti stöðuna rétt þegar hann segir að heiftin sé einungis í nösunum á Trump. En hvað sem því líður virðist leiðtogi hins frjálsa heims vera að leika sér að eldinum. Raunar er óskiljanlegt hvers vegna forsetanum er svo starsýnt á Norður-Kóreu. Það sem raunverulega skiptir máli í þessum heimshluta er samband Bandaríkjanna og Kína. Hvað sem því líður þarfnast heimsbyggðin þess nú eins og endranær að leiðtogar sem hafa örlög hennar í höndum sér sýni yfirvegun og skynsemi. Nokkuð sem ekki eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann þegar rætt er um Trump. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun
Hótanir og stórkarlalegar yfirlýsingar ganga nú á víxl milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta og manna hans, og Norður-Kóreu, þar sem einræðisherrann Kim Jong-un ræður ríkjum. Varla þarf að nefna að allt er undir í þessari deilu. Bandaríkjamenn hafa yfir að ráða stærsta kjarnavopnabúri á jörðinni. Almennt er talið að Norður-Kórea eigi sömuleiðis kjarnavopn og geti valdið heimsbyggðinni stórkostlegum skaða eins og hendi sé veifað. Þessi stórkarlalegi háskaleikur minnir á Kúbudeiluna fyrir rúmlega hálfri öld. Aftur beinast augu heimsins að lítilli eyju sem litlu skiptir í stóra samhenginu. Nú er það Kyrrahafseyjan Gvam sem lýtur bandarískum yfirráðum. Það sem er ólíkt nú er framganga leiðtoganna. Það var reisn yfir Kennedy Bandaríkjaforseta og Krústsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Þeir tóku því ekki af léttúð að hafa örlög heimsbyggðarinnar í hendi sér. Niðurstaðan varð enda sú að þeir létu aldrei til skarar skríða og úr varð einhvers konar ógnarjafnvægi sem hélst í aldarþriðjung, allt þar til járntjaldið féll. Nú er myndin allt önnur. Trump Bandaríkjaforseta virðist illmögulegt að ganga fram af þeirri reisn og yfirvegun, sem leiðtogi hins frjálsa heims þyrfti helst að búa yfir. Vart þarf að taka fram að hótanir um kjarnorkuárásir gegnum Twitter eru nýjung í mannkynssögunni. Ekki eru þær stórmannlegar. Á hinum endanum er svo þriðju kynslóðar einræðisherrann Kim Jong-un. Maður sem heldur um alla valdaþræði í heimalandinu með linnulausum áróðri og sérkennilegri matreiðslu upplýsinga um það sem gerist í heiminum. Hann beitir þjóð sína skefjalausu ofbeldi og kúgun og hikar ekki við að koma þeim sem sýna honum minnsta andóf fyrir kattarnef. Þó að eðlismunur sé á stjórnarfari þessara tveggja ríkja má stundum vart á milli sjá hvort kjarnorkuveldið er í höndum furðulegri stjórnvalda, Norður-Kórea eða Bandaríkin. Trump og hans kónar virka stundum litlu ábyrgari en Kim Jong-un og hans vélræna sveit. Eðlilegt er að nú fari um þá sem eiga hagsmuna að gæta í nágrenni Kóreuskaga. Suður-Kóreumenn, Japanir og Ástralar eiga þann kost einan að standa við bakið á Trump í þessari furðulegu stöðu. Og vona að hegðun forsetans á Twitter sé ekki vísbending um það sem koma skal. Við verðum að vona að John McCain, þingmaður Repúblikana og fyrrum forsetaframbjóðandi, meti stöðuna rétt þegar hann segir að heiftin sé einungis í nösunum á Trump. En hvað sem því líður virðist leiðtogi hins frjálsa heims vera að leika sér að eldinum. Raunar er óskiljanlegt hvers vegna forsetanum er svo starsýnt á Norður-Kóreu. Það sem raunverulega skiptir máli í þessum heimshluta er samband Bandaríkjanna og Kína. Hvað sem því líður þarfnast heimsbyggðin þess nú eins og endranær að leiðtogar sem hafa örlög hennar í höndum sér sýni yfirvegun og skynsemi. Nokkuð sem ekki eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann þegar rætt er um Trump.