Ekkert með nein harðari efni á þessum tónleikum Magnús Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 11:00 Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Stína Ágústsdóttir, Magnús Trygvason Eliassen og Andri Ólafsson utan við FÍH í Rauðagerðinu þar sem stífar æfingar stóðu yfir á föstudaginn. Visir/Laufey Lokatónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur verða með léttara móti að þessu sinni en þar verður kastljósinu beint að hinsegin höfundum djassins. Með því myndast líka skemmtileg tenging við Hinsegin dagana í Reykjavík sem standa einmitt sem hæst um þessar mundir. Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari leiðir sveitina sem er einnig skipuð þeim Andra Ólafssyni á bassa og Magnúsi Trygvasyni Eliassen á trommur. Söngurinn er í höndum þeirra Kristjönu Stefánsdóttur, Þórs Breiðfjörð, Stínu Ágústsdóttur og Högna Egilssonar. Hjörtur Ingvi, sem gaf sér stund frá stífum æfingum til þess að tala við blaðamann, segir að strákarnir í bandinu séu saman í Bryggjunni Brugghúsi alla sunnudaga svo þeir ættu að vera ágætlega rútíneraðir saman. „Ég játa að við erum hins vegar kannski þekktari fyrir það sem við höfum verið að gera í poppinu en ég er líka í Hjaltalín og þeir báðir í Moses Hightower,“ segir Hjörtur Ingvi léttur og bætir við að það sé líka gaman hvað þau sem sjá um sönginn koma úr ólíkum áttum. „Þór kemur úr söngleikjahefðinni en Högni úr poppinu og svo Kristjana og Stína úr djassinum.“ Hugmyndina að því að setja saman þessa tónleika segir Hjörtur Ingvi vera komna frá skipuleggjendum Jazzhátíðar Reykjavíkur þar sem að það sé ákveðið hinsegin þema á hátíðinni í ár. „Einn af gestum hátíðarinnar er stórstjarnan Fred Hersch sem er satt best að segja einn af mínum uppáhaldspíanistum enda alveg frábær. En þau hjá hátíðinni fengu okkur til þess að fara út í þetta verkefni og ég hef haft svona aðeins að gera með skipulagið á þessu, eða svona verið að reyna það, en það er líka bara búið að vera bráðskemmtilegt.“ Hjörtur Ingvi segir að það sé ágætt að hafa í huga þegar talað er um djassstandarda hinsegin höfunda að það sé mikið sótt í söngleikjatónlist frá þriðja og fjórða áratugnum að mestu. „Þetta eru mikið til karlar sem voru samkynhneigðir, en þó náðum við blessunarlega að vera með eina eða tvær konur líka, en það að þessir höfundar séu hinsegin er ekki það sem maður tengir við þá. Þetta eru lög sem maður heyrir alveg á venjulegum djasstónleikum og tengir ekkert frekar við kynhneigð viðkomandi höfundar. Þetta eru mjög þekktir höfundar á borð við Cole Porter, Leonard Bernstein, Billy Strayhorn, Bessie Smith og Lawrenz Hart sem var í teyminu Rodgers and Hart. Þannig að þetta eru mikið til höfundar og lög sem allir þekkja en þarna er þetta svona tekið saman í þessu ákveðna þema.“ Aðspurður hvort það hafi löngum verið meira umburðarlyndi í djassinum en víða annars staðar í samfélaginu þá segir Hjörtur Ingvi að það sé erfitt að fullyrða um slíkt. „Það er erfitt að segja. Það þarf líka að hafa í huga að þessir höfundar koma ekki beint úr djassheiminum heldur er það djassinn sem tekur þeirra tónlist upp á sína arma. Þarna eru menn sem voru giftir konum, eins og t.d. bæði Cole Porter og Bernstein, þannig að vissulega var þetta bara svona inni í skápnum á þessum tíma. Meira að segja finnst mér það eftirtektarvert að það eru ekki mjög margir djasstónlistarmenn sem hafa komið út úr skápnum en hvort að það eru einhverjar ákveðnar skýringar á því veit ég ekki. En í dag er þetta einfaldlega ekkert sem skiptir máli sem betur fer, að minnsta kosti ekki hérna á Íslandi.“ En eru einhver sérstök einkenni á þessari tónlist sem þið ætlið að flytja? „Þetta er að miklu leyti efni sem við getum sagt að komi úr The American Songbook, sem er vissulega ákveðinn grundvöllur í djassinum en við einbeitum okkur að þessari hinsegin tengingu. Þetta er ákaflega melódísk og skemmtileg tónlist, bæði hress og fallegar ballöður inn á milli. Þetta eru djasstónleikar sem langflestir ættu að hafa mjög gaman af því við erum ekkert með nein harðari efni á þessum tónleikum,“ segir Hjörtur Ingvi og hlær. „Þetta er þannig tilvalinn lokapunktur á þessari hátíð en það væri svo alveg sérstaklega gaman að fá á tónleikana fólk sem er að fagna Hinsegin dögum. Það væri frábært.“ Tónleikarnir verða í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn kl. 15.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. ágúst. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Lokatónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur verða með léttara móti að þessu sinni en þar verður kastljósinu beint að hinsegin höfundum djassins. Með því myndast líka skemmtileg tenging við Hinsegin dagana í Reykjavík sem standa einmitt sem hæst um þessar mundir. Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari leiðir sveitina sem er einnig skipuð þeim Andra Ólafssyni á bassa og Magnúsi Trygvasyni Eliassen á trommur. Söngurinn er í höndum þeirra Kristjönu Stefánsdóttur, Þórs Breiðfjörð, Stínu Ágústsdóttur og Högna Egilssonar. Hjörtur Ingvi, sem gaf sér stund frá stífum æfingum til þess að tala við blaðamann, segir að strákarnir í bandinu séu saman í Bryggjunni Brugghúsi alla sunnudaga svo þeir ættu að vera ágætlega rútíneraðir saman. „Ég játa að við erum hins vegar kannski þekktari fyrir það sem við höfum verið að gera í poppinu en ég er líka í Hjaltalín og þeir báðir í Moses Hightower,“ segir Hjörtur Ingvi léttur og bætir við að það sé líka gaman hvað þau sem sjá um sönginn koma úr ólíkum áttum. „Þór kemur úr söngleikjahefðinni en Högni úr poppinu og svo Kristjana og Stína úr djassinum.“ Hugmyndina að því að setja saman þessa tónleika segir Hjörtur Ingvi vera komna frá skipuleggjendum Jazzhátíðar Reykjavíkur þar sem að það sé ákveðið hinsegin þema á hátíðinni í ár. „Einn af gestum hátíðarinnar er stórstjarnan Fred Hersch sem er satt best að segja einn af mínum uppáhaldspíanistum enda alveg frábær. En þau hjá hátíðinni fengu okkur til þess að fara út í þetta verkefni og ég hef haft svona aðeins að gera með skipulagið á þessu, eða svona verið að reyna það, en það er líka bara búið að vera bráðskemmtilegt.“ Hjörtur Ingvi segir að það sé ágætt að hafa í huga þegar talað er um djassstandarda hinsegin höfunda að það sé mikið sótt í söngleikjatónlist frá þriðja og fjórða áratugnum að mestu. „Þetta eru mikið til karlar sem voru samkynhneigðir, en þó náðum við blessunarlega að vera með eina eða tvær konur líka, en það að þessir höfundar séu hinsegin er ekki það sem maður tengir við þá. Þetta eru lög sem maður heyrir alveg á venjulegum djasstónleikum og tengir ekkert frekar við kynhneigð viðkomandi höfundar. Þetta eru mjög þekktir höfundar á borð við Cole Porter, Leonard Bernstein, Billy Strayhorn, Bessie Smith og Lawrenz Hart sem var í teyminu Rodgers and Hart. Þannig að þetta eru mikið til höfundar og lög sem allir þekkja en þarna er þetta svona tekið saman í þessu ákveðna þema.“ Aðspurður hvort það hafi löngum verið meira umburðarlyndi í djassinum en víða annars staðar í samfélaginu þá segir Hjörtur Ingvi að það sé erfitt að fullyrða um slíkt. „Það er erfitt að segja. Það þarf líka að hafa í huga að þessir höfundar koma ekki beint úr djassheiminum heldur er það djassinn sem tekur þeirra tónlist upp á sína arma. Þarna eru menn sem voru giftir konum, eins og t.d. bæði Cole Porter og Bernstein, þannig að vissulega var þetta bara svona inni í skápnum á þessum tíma. Meira að segja finnst mér það eftirtektarvert að það eru ekki mjög margir djasstónlistarmenn sem hafa komið út úr skápnum en hvort að það eru einhverjar ákveðnar skýringar á því veit ég ekki. En í dag er þetta einfaldlega ekkert sem skiptir máli sem betur fer, að minnsta kosti ekki hérna á Íslandi.“ En eru einhver sérstök einkenni á þessari tónlist sem þið ætlið að flytja? „Þetta er að miklu leyti efni sem við getum sagt að komi úr The American Songbook, sem er vissulega ákveðinn grundvöllur í djassinum en við einbeitum okkur að þessari hinsegin tengingu. Þetta er ákaflega melódísk og skemmtileg tónlist, bæði hress og fallegar ballöður inn á milli. Þetta eru djasstónleikar sem langflestir ættu að hafa mjög gaman af því við erum ekkert með nein harðari efni á þessum tónleikum,“ segir Hjörtur Ingvi og hlær. „Þetta er þannig tilvalinn lokapunktur á þessari hátíð en það væri svo alveg sérstaklega gaman að fá á tónleikana fólk sem er að fagna Hinsegin dögum. Það væri frábært.“ Tónleikarnir verða í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn kl. 15.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. ágúst.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira