Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 14:59 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er áhyggjufullur vegna spennunnar á Kóreuskaga,. Vísir/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“. Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“.
Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00
Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11