Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 10:33 Ekki er einhugur á meðal Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu. Vísir/EPA Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni. Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni.
Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00
Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00
Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50
Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00
Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41