HK lyfti sér upp í 4. sæti Inkasso-deildarinnar með 2-1 sigri á Selfossi í Kórnum í kvöld.
Þetta var fimmti sigur HK í röð en liðið er á frábærri siglingu um þessar mundir.
Leikurinn var ekki orðinn einnar mínútu gamall þegar Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir sendingu frá Bjarna Gunnarssyni.
James Mack jafnaði metin á 16. mínútu með góðu skoti eftir sendingu frá Svavari Berg Jóhannssyni.
Þremur mínútum síðar kom Brynjar HK í 2-1 sem reyndust vera lokatölur leiksins.
HK er sem áður segir í 4. sæti deildarinnar, aðeins þremur stigum frá 2. sætinu. Selfoss, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 7. sæti með 21 stig.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fimmti sigur HK í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn