Katrín Ómarsdóttir sneri aftur í lið KR og skoraði í 1-3 sigri Vesturbæinga á Grindavík suður með sjó í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Þetta var fyrsti leikur Katrínar síðan í 1. umferðinni gegn ÍBV, 28. apríl síðastliðinn. Hún ökklabrotnaði á æfingu í byrjun maí en er nú mætt aftur á völlinn.
KR byrjaði leikinn af miklu krafti og á 2. mínútu skoraði Guðrún Karítas Sigurðardóttir skrautlegt mark og kom gestunum yfir.
Carolina Mendes, sem spilaði með portúgalska landsliðinu á EM, jafnaði metin á 10. mínútu með laglegu marki.
Staðan í hálfleik var 1-1 en á 55. mínútu kom Katrín KR aftur yfir. Þetta var hennar fyrsta mark fyrir félagið síðan 2009.
Það var svo Sigríður María S. Sigurðardóttir sem skoraði þriðja mark KR á 61. mínútu og gulltryggði sigur liðsins.
Eftir sigurinn í kvöld er KR fjórum stigum frá fallsæti. Grindavík er hins vegar í 7. sæti með 13 stig.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Katrín skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR síðan 2009 í mikilvægum sigri

Tengdar fréttir

Langþráður sigur FH-inga
Eftir þrjá leiki í röð án þess að fá stig eða skora mark vann FH 1-0 sigur á Haukum í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Stjörnunni og ÍBV tókst ekki að færa sér mistök Þórs/KA í nyt
Stjarnan og ÍBV skildu jöfn, 2-2, á Samsung-vellinum í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Leik lokið: Valur 2 - 0 Breiðablik | Halda Valsmenn titilvonum á lofti?
Valur vann sterkan 2-0 heimasigur á Breiðabliki í Pepsi deild kvenna í kvöld. Önnur úrslit í kvöld voru þeim hagstæð og spurning hvort þær eigi enn möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna.

Söndrurnar komu toppliðinu til bjargar
Fylkir var hársbreidd frá því að vinna topplið Þórs/KA í fyrsta leik Árbæinga undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Lokatölur 3-3.