Ísland átti reyndar ekki hraustustu konu heims áfram eins og síðustu tvö ár en átti þrjár íslenskar konur voru hinsvegar í hópi fimm efstu.
Anníe Mist stóð sig best og náði þriðja sætinu. Þetta var í fimmta sinn sem hún kemst á pall á heimsleikunum í crossfit.
Árangur íslensku stelpnanna hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli erlendis og margir fjölmiðlar hafa fjallað vel um dæturnar frá Íslandi.
Svo öflugar hafa þær verið að koma myllumerkinu dóttir á framfæri að aðrar íslenskar íþróttakonur eru farnar að nota það sem vörumerki fyrir sig. Þar má nefna íslenska kvennalandsliðið í fótbolta og Ásdísi Hjálmsdóttur sem endaði eins og kunnugt er í 11. sæti á HM í frjálsum í vikunni.
Anníe Mist hefur verið að gera upp heimsleikana á Instagram síðunni sinni og hún vakti þar athygli á magnaðri staðreynd um dæturnar í crossfit.
„Ég er svo stolt af því að koma fram fyrir þjóð mína sem telur aðeins 350 þúsund manns. Hversu ótrúlegt er að aðeins einu sinni frá árinu 2010 hefur það gerst að íslensk kona hefur ekki verið á palli á heimsleikunum? Við erum líka ekkert að fara. Stolt af því að keppa við hlið Katrínar Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur og Þuríðar Erlu Helgadóttur. Við gerum hverja aðra betri,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan.
So proud of representing a country of only 350.000 people. How incredible is it that there is only 1 year since 2010 that an Icelandic girl has not been on the podium at the Games... we are here to stay Proud to compete alongside @katrintanja @sarasigmunds @thurihelgadottir - we make each other better #QueensofTheNorth @crossfitgames
A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 9, 2017 at 7:57am PDT
Íslenskar konur á verðlaunapalli á heimsleikunum í crossfit
Heimsleikarnir 2010
Anníe Mist Þórisdóttir - silfurverðlaun
Heimsleikarnir 2011
Anníe Mist Þórisdóttir - gullverðlaun
Heimsleikarnir 2012
Anníe Mist Þórisdóttir - gullverðlaun
Heimsleikarnir 2013
Engin (Annie Mist meidd)
Heimsleikarnir 2014
Anníe Mist Þórisdóttir - silfurverðlaun
Heimsleikarnir 2015
Katrín Tanja Davíðsdóttir - gullverðlaun
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir - bronsverðlaun
Heimsleikarnir 2016
Katrín Tanja Davíðsdóttir - gullverðlaun
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir - bronsverðlaun
Heimsleikarnir 2017
Anníe Mist Þórisdóttir - bronsverðlaun
Flest verðlaun:
Anníe Mist Þórisdóttir 5 (2 gull, 2 silfur, 1 brons)
Katrín Tanja Davíðsdóttir 2 (2 gull)
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir 2 (2 brons)
Samanlagt:
4 gullverðlaun
2 silfurverðlaun
3 bronsverlaun