Sjö laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2017 07:23 Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum voru birtar í gær eins og venjulega á miðvikudögum en þar má sjá stöðuna milli vikna í helstu ám landsins. Ytri Rangá er sem fyrr efst á listanum en veiðin þar síðustu tvær vikur hefur verið ótrúlega góð en normið þar á bæ eru um 100 laxar á dag. Veiðin í Ytri er komin í 2881 lax. Eystri Rangá tók vel við sér eftir Verslunarmannahelgi og var vikuveiðin þar 419 laxar sem skaut ánni upp listann og miðað við þær sögur sem höfum úr Eystri ánni á hún eftir að klífa ofar á listann og það gæti verið með nokkrum hraða en við sjáum hvar hún lendir að viku liðinni. Miðfjarðará er í öðru sæti og hæst þeirra laxveiðiáa sem eru náttúrulegar en heildarveiðin í henni er 2173 laxar og er veiðin á dag nokkuð stöðug um og yfir fimmtíu laxar. Norðurá er svo í fimmta sæti með 1228 laxa og Blanda þar á eftir en það styttist í að hún fari í yfirfall svo veiðitölur úr henni eiga eftir að lækka mjög mikið. Heildarlistinn er á www.angling.is Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum voru birtar í gær eins og venjulega á miðvikudögum en þar má sjá stöðuna milli vikna í helstu ám landsins. Ytri Rangá er sem fyrr efst á listanum en veiðin þar síðustu tvær vikur hefur verið ótrúlega góð en normið þar á bæ eru um 100 laxar á dag. Veiðin í Ytri er komin í 2881 lax. Eystri Rangá tók vel við sér eftir Verslunarmannahelgi og var vikuveiðin þar 419 laxar sem skaut ánni upp listann og miðað við þær sögur sem höfum úr Eystri ánni á hún eftir að klífa ofar á listann og það gæti verið með nokkrum hraða en við sjáum hvar hún lendir að viku liðinni. Miðfjarðará er í öðru sæti og hæst þeirra laxveiðiáa sem eru náttúrulegar en heildarveiðin í henni er 2173 laxar og er veiðin á dag nokkuð stöðug um og yfir fimmtíu laxar. Norðurá er svo í fimmta sæti með 1228 laxa og Blanda þar á eftir en það styttist í að hún fari í yfirfall svo veiðitölur úr henni eiga eftir að lækka mjög mikið. Heildarlistinn er á www.angling.is
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði