Werner Herzog heiðursgestur á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 20:00 Werner Herzog verður heiðursgestur RIFF 2017 Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn" RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn"
RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19