Sport

Gunnar keppir ekki meira á árinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Sóllilja Baltasars
Gunnar Nelson efast um að hann muni keppa meira á árinu. Hann segir í viðtali á vef MMA frétta að hann vilji hvíla hausinn út árið.

„Að öllum líkindum tek ég mér keppnisfrí út árið og hvíli höfuðið almennilega. Það er skynsamlegt fyrir framhaldið,“ sagði Gunnar í viðtalinu en hann tapaði í júlí fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow á tæknilegu rothöggi.

„Ég hef ekki verið að spá mikið í bardagann,“ sagði hann. „Þetta fór eins og þetta fór og var grautfúlt. En það er ekkert að gera en að halda áfram.“

Eins og ítarlega var fjallað um kærði Gunnar bardagann til UFC vegna augnpots Ponzinibbio í bardaganum. Gunnar segir jákvætt að málið sé enn til skoðunar hjá UFC og sýnir að þar á bæ séu menn enn að íhuga þetta mál.

Hann sagði í viðtalinu að hann hafi verið með slæma sjón fyrstu dagan en hafi nú hlotið fullan bata, sem betur fer.

Smelltu hér til að fara á vef MMA frétta og sjá viðtalið allt.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar í 45 daga veikindafrí

UFC hefur sent Gunnar Nelson í 45 daga veikindafrí eftir að hann var rotaður á bardagakvöldinu í Glasgow um síðustu helgi.

Ponzinibbio rotaði Gunnar

Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×