Hagnaður af sölu BMW hærri en hjá Benz og Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2017 09:51 BMW 7-línan. Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári. Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent
Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári.
Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent