Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 09:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Hamborg í Þýskalandi í júlí síðastliðnum. vísir/getty Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. Þá ætla Trump og Abe að þrýsta enn meira á Norður-Kóreu að láta af eldflaugatilraunum sínum en japanski forsætisráðherrann segir að eldflaugaskotið nú sé „fordæmalaus og alvarleg ógn“ við öryggi Japans. Embættismenn í Suður-Kóreu segja að eldflauginni hafi verið skotið lengra en nokkurri annarri sem Norður-Kóreumenn hafa gert tilraunir með undanfarið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði að skjóta á eyjuna Guam í Kyrrahafi en eyjan er bandarískt yfirráðasvæði.Grefur undan friði og öryggi Abe greindi blaðamönnum í Tókýó frá símtali sem hann átti við Trump eftir eldflaugaskotið í gær. Sagði hann að Bandaríkjaforseti hefði tjáð honum að Bandaríkin stæðu heilshugar með Japönum. „Það er svívirðilegt að skjóta eldflaug yfir landið okkar og þetta er fordæmalaus og alvarleg ógn sem auk þess grefur undan friði og öryggi hér í þessum heimshluta,“ sagði Abe við blaðamenn í gær og bætti við að ríkisstjórnin hefði komið mótmælum sínum vegna eldflaugaskotsins á framfæri við yfirvöld í Pyongyang. Eldflaugin, sem talið er að sé af gerðinni Hwasong-12, flaug yfir Hokkaido og lenti í Kyrrahafinu um 1180 kílómetra austur af norðureyju Japans. Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. Þá ætla Trump og Abe að þrýsta enn meira á Norður-Kóreu að láta af eldflaugatilraunum sínum en japanski forsætisráðherrann segir að eldflaugaskotið nú sé „fordæmalaus og alvarleg ógn“ við öryggi Japans. Embættismenn í Suður-Kóreu segja að eldflauginni hafi verið skotið lengra en nokkurri annarri sem Norður-Kóreumenn hafa gert tilraunir með undanfarið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði að skjóta á eyjuna Guam í Kyrrahafi en eyjan er bandarískt yfirráðasvæði.Grefur undan friði og öryggi Abe greindi blaðamönnum í Tókýó frá símtali sem hann átti við Trump eftir eldflaugaskotið í gær. Sagði hann að Bandaríkjaforseti hefði tjáð honum að Bandaríkin stæðu heilshugar með Japönum. „Það er svívirðilegt að skjóta eldflaug yfir landið okkar og þetta er fordæmalaus og alvarleg ógn sem auk þess grefur undan friði og öryggi hér í þessum heimshluta,“ sagði Abe við blaðamenn í gær og bætti við að ríkisstjórnin hefði komið mótmælum sínum vegna eldflaugaskotsins á framfæri við yfirvöld í Pyongyang. Eldflaugin, sem talið er að sé af gerðinni Hwasong-12, flaug yfir Hokkaido og lenti í Kyrrahafinu um 1180 kílómetra austur af norðureyju Japans. Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30