Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2017 23:30 Frá eldflaugaskoti í Norður-Kóreu í síðasta mánuði. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir Japan. Ríkisútvarp Japan segir eldflaugina hafa fallið í sjóinn í þremur hlutum um 1.180 kílómetra undan ströndum Hokkaidoeyju. Ekki var reynt að skjóta eldflaugina niður en íbúum var ráðlagt að gera ráðstafanir í hátalarakerfi sem ómaði um Hokkaido. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sagði að ríkisstjórn hans myndi gera allt sem hægt sé til að vernda líf Japana. Yfirvöld þar líta á tilraunina sem alvarlega ógnun. Her Suður-Kóreu segir að eldflauginni hafi verið skotið á loft skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.Stutt á milli skota Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.Samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu flaug eldflaugin um 2.700 kílómetra og náði um 550 kílómetra hæð. Líklegt þykir að eldflaugaskotin séu viðbrögð við sameiginlegum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir. Iðulega þegar slíkar æfingar fara fram segja yfirvöld Norður-Kóreu að verið sé að æfa innrás. Yoshihide Suga, ráðherra í Japan, sagði ljóst að tilraunaskotið hafi ógnað öryggi Japan og að ríkisstjórnin myndi koma alvarlegum mótmælum á framfæri við Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að yfirvöld í Japan myndu eiga í samráði með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu varðandi viðbrögð við skotinu.Tilraunir hafa náð árangri Norður-Kórea hefur náð miklum árangri í eldflaugaáætlun sinni og óttast er að ríkið muni geta þróað eldflaugar sem þeir geti gert árásir á meginland Bandaríkjanna fyrir árið 2021. Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir Japan. Ríkisútvarp Japan segir eldflaugina hafa fallið í sjóinn í þremur hlutum um 1.180 kílómetra undan ströndum Hokkaidoeyju. Ekki var reynt að skjóta eldflaugina niður en íbúum var ráðlagt að gera ráðstafanir í hátalarakerfi sem ómaði um Hokkaido. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sagði að ríkisstjórn hans myndi gera allt sem hægt sé til að vernda líf Japana. Yfirvöld þar líta á tilraunina sem alvarlega ógnun. Her Suður-Kóreu segir að eldflauginni hafi verið skotið á loft skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.Stutt á milli skota Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.Samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu flaug eldflaugin um 2.700 kílómetra og náði um 550 kílómetra hæð. Líklegt þykir að eldflaugaskotin séu viðbrögð við sameiginlegum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir. Iðulega þegar slíkar æfingar fara fram segja yfirvöld Norður-Kóreu að verið sé að æfa innrás. Yoshihide Suga, ráðherra í Japan, sagði ljóst að tilraunaskotið hafi ógnað öryggi Japan og að ríkisstjórnin myndi koma alvarlegum mótmælum á framfæri við Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að yfirvöld í Japan myndu eiga í samráði með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu varðandi viðbrögð við skotinu.Tilraunir hafa náð árangri Norður-Kórea hefur náð miklum árangri í eldflaugaáætlun sinni og óttast er að ríkið muni geta þróað eldflaugar sem þeir geti gert árásir á meginland Bandaríkjanna fyrir árið 2021.
Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira