Gunnar Rúnar fær leyfi til að fara til síns heima Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. ágúst 2017 05:00 Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur setið í gæsluvarðhaldi og fangelsi í hartnær sex ár. Hann getur sótt um dagleyfi einu sinni í mánuði. vísir/vilhelm Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni í október 2011, afplánar nú í opnu fangelsi að Sogni. Hann hefur fengið rétt til að fá dagleyfi úr fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sáu íbúar á Holtinu í Hafnarfirði Gunnar Rúnar þar nýlega. Hann bjó í hverfinu þegar morðið var framið. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál. Reglur um dagleyfi eru lögbundnar og farið er að þeim við afgreiðslu leyfisbeiðna. Um leyfin gilda ákvæði 5. kafla laga um fullnustu refsinga,“ segir Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó „Samkvæmt fyrrgreindum lagaákvæðum getur fangi ekki fengið dagleyfi fyrr en hann hefur afplánað þriðjung refsitímans, þó ekki skemmri tíma en eitt ár. Þegar tekin er ákvörðun um dagleyfi skal meðal annars tekið tillit til afbrots, saka- og afplánunarferils og hegðunar í fangelsi sem og því hvort viðkomandi hafi nýtt sér meðferðarúrræði sem til boða standa í fangelsinu,“ segir Páll. Páll bendir á að ef talin er þörf á geri sálfræðingar Fangelsismálastofnunar sálfræðilegt áhættumat áður en ákvörðun er tekin. „Ef fanga er heimilað að fara í dagleyfi eru honum sett ýmis skilyrði fyrir því, svo sem að neyta ekki ávana- og fíkniefna og að gera ekkert eða fara annað í leyfinu en samræmist tilgangi þess,“ segir Páll. Þá sé hægt að setja mönnum frekari skilyrði, svo sem að hafa ekki samband við brotaþola, að tilkynna sig til lögreglu eða fangelsisyfirvalda meðan á leyfinu stendur, að vera með búnað svo að Fangelsismálastofnun geti fylgst með ferðum hans og fleira. Gunnar Rúnar var handtekinn þann 27. ágúst 2010. Þá voru tólf dagar liðnir frá því að Hannes Þór Helgason var myrtur á heimili sínu. Gunnar Rúnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hann var dæmdur árið 2011 í sextán ára fangelsi í Hæstarétti Íslands. Í mati geðlækna kom fram að sjálfsvíg föður hans hafi haft mikil áhrif á Gunnar Rúnar og raskað tilfinningalífi hans. Birtist í Fréttablaðinu Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni í október 2011, afplánar nú í opnu fangelsi að Sogni. Hann hefur fengið rétt til að fá dagleyfi úr fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sáu íbúar á Holtinu í Hafnarfirði Gunnar Rúnar þar nýlega. Hann bjó í hverfinu þegar morðið var framið. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál. Reglur um dagleyfi eru lögbundnar og farið er að þeim við afgreiðslu leyfisbeiðna. Um leyfin gilda ákvæði 5. kafla laga um fullnustu refsinga,“ segir Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó „Samkvæmt fyrrgreindum lagaákvæðum getur fangi ekki fengið dagleyfi fyrr en hann hefur afplánað þriðjung refsitímans, þó ekki skemmri tíma en eitt ár. Þegar tekin er ákvörðun um dagleyfi skal meðal annars tekið tillit til afbrots, saka- og afplánunarferils og hegðunar í fangelsi sem og því hvort viðkomandi hafi nýtt sér meðferðarúrræði sem til boða standa í fangelsinu,“ segir Páll. Páll bendir á að ef talin er þörf á geri sálfræðingar Fangelsismálastofnunar sálfræðilegt áhættumat áður en ákvörðun er tekin. „Ef fanga er heimilað að fara í dagleyfi eru honum sett ýmis skilyrði fyrir því, svo sem að neyta ekki ávana- og fíkniefna og að gera ekkert eða fara annað í leyfinu en samræmist tilgangi þess,“ segir Páll. Þá sé hægt að setja mönnum frekari skilyrði, svo sem að hafa ekki samband við brotaþola, að tilkynna sig til lögreglu eða fangelsisyfirvalda meðan á leyfinu stendur, að vera með búnað svo að Fangelsismálastofnun geti fylgst með ferðum hans og fleira. Gunnar Rúnar var handtekinn þann 27. ágúst 2010. Þá voru tólf dagar liðnir frá því að Hannes Þór Helgason var myrtur á heimili sínu. Gunnar Rúnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hann var dæmdur árið 2011 í sextán ára fangelsi í Hæstarétti Íslands. Í mati geðlækna kom fram að sjálfsvíg föður hans hafi haft mikil áhrif á Gunnar Rúnar og raskað tilfinningalífi hans.
Birtist í Fréttablaðinu Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03
Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55
Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39