Skagamenn töpuðu 2-0 gegn Blikum í 17. umferð Pepsi-deildar karla í gær. ÍA er áfram á botni deildarinnar, nú níu stigum frá öruggu sæti.
Fyrra markið var sjálfsmark Gylfa Veigars Gylfasonar. Martin Lund Pedersen tók þá stutta hornspyrnu og sendi boltann á Aron Bjarnason sem hafði allan tímann í heiminum til að snúa. Hann sendi boltann fyrir á Gylfa Veigar sem setti hann í slána og inn á eigin marki. Afar óheppilegt hjá Skagamanninum.
„Maður veit ekki hvað er í gangi þarna? Það var klaufalegt mark sem réði úrslitum í síðasta leik og þarna setur klaufalegt mark Blika í bílstjórasætið. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi-mörkunum í gær.
Óskar Hrafn Þorvaldsson furðaði sig einnig á þessum varnartilburðum Skagamanna.
„Það er örugglega sjaldgæft í Pepsi-deildinni að menn séu ekki með það þokkalega á hreinu hvað gerist ef tveir menn fara út að taka hornspyrnu. Ég leyfi mér að halda að það sé búið að fara yfir það. En þeir eru bara sofandi,“ sagði Óskar Hrafn.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi-mörkin: Steinsofandi Skagamenn
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti
ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar.

Sjáðu öll mörk gærdagsins, lætin í Garðabænum og gullmark Andra Rúnars
Það var nóg um að vera í 17. umferð Pepsi-deildar karla.

Milos: Væri fínt að skila liðinu í topp fimm
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir sigrinum á ÍA í kvöld.