Hyundai ix35 FC bæði rafstöð og vatnsveita Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2017 12:18 Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili. Sérfræðingar við Delft tækniháskólann í Hollandi kynntu á dögnum áhugaverða tilraun á vetnisbílnum Hyundai ix35 sem væntanlegur er í sölu hér á landi á næsta ári. Verkefnið fólst í því að sýna fram á að vetnisbílar geti líka þjónað sem rafstöð og vatnsveita auk umhverfisvæns hlutverks sem græns ökutækis. Í tilrauninni var sett innstunga á bílinn til að stinga rafmagnstækjum í samband við. Vetnisbílar framleiða allt í senn rafmagn, hita og hreint vatn úr vetni sem hægt er að nýta þær stundir sem bíllinn er ekki á ferðinni, hvort sem er heima, fyrir utan skólann eða vinnustaðinn. Bílar standa kyrrstæðir meirihluta sólarhringsins og í tilfelli vetnisbíla getur verið gott að nýta þessa eiginleika þeirra þegar þeir eru ekki á keyrslu. Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili auk þess sem hægt er að nýta hreint vatnið sem verður til við framleiðsluna til drykkjar. Þar sem tilraunin er enn á þróunarstigi er enn of snemmt að segja til um það hvort hér sem komin fram ný og varanleg lausn sem boðin verði á almennum markaði með vetnisbílum. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Sérfræðingar við Delft tækniháskólann í Hollandi kynntu á dögnum áhugaverða tilraun á vetnisbílnum Hyundai ix35 sem væntanlegur er í sölu hér á landi á næsta ári. Verkefnið fólst í því að sýna fram á að vetnisbílar geti líka þjónað sem rafstöð og vatnsveita auk umhverfisvæns hlutverks sem græns ökutækis. Í tilrauninni var sett innstunga á bílinn til að stinga rafmagnstækjum í samband við. Vetnisbílar framleiða allt í senn rafmagn, hita og hreint vatn úr vetni sem hægt er að nýta þær stundir sem bíllinn er ekki á ferðinni, hvort sem er heima, fyrir utan skólann eða vinnustaðinn. Bílar standa kyrrstæðir meirihluta sólarhringsins og í tilfelli vetnisbíla getur verið gott að nýta þessa eiginleika þeirra þegar þeir eru ekki á keyrslu. Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili auk þess sem hægt er að nýta hreint vatnið sem verður til við framleiðsluna til drykkjar. Þar sem tilraunin er enn á þróunarstigi er enn of snemmt að segja til um það hvort hér sem komin fram ný og varanleg lausn sem boðin verði á almennum markaði með vetnisbílum.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent