Craig: Ég svaf ekki mikið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2017 14:30 Craig Pedersen með íslenska hópnum fyrir utan flugvélina sem fór með íslenska liðið til Helsinki. Mynd/KKÍ Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni. „Við erum allir mjög spenntir og ég svaf ekki mikið í nótt,“ viðurkenndi Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins rétt fyrir flug íslenska hópsins til Helsinki í morgun. Craig Pedersen er búinn að þjálfa íslenska liðið í þrjú ár en er að fara með íslenska landsliðið í annað skiptið á Evrópumót. Hann var einnig þjálfari liðsins í Berlín fyrir tveimur árum. „Það verður gott að ná að komast sér vel fyrir í Helsinki og geta lagt lokahönd á undirbúninginn á æfingunum úti,“ sagði Craig Pedersen. „Það fylgdi því notaleg tilfinning þegar allir gengu saman inn í Leifsstöð. Það verður samt best að komast þangað,“ sagði Craig. „Þetta verður alveg eins erfitt og síðast og riðilinn okkar er alveg jafnsterkur núna. Það eru NBA-leikmenn í nánast öllum liðunum og leikmenn í bestu liðum Evrópu þannig að þetta verður mjög erfitt. Vonandi náum við að spila vel út allt mótið,“ sagði Craig. „Ég held að reynslan frá því á EM 2015 muni hjálpa okkur mikið en það mun líka hjálpa okkur að hafa spilað á móti mjög sterkum þjóðum í undirbúningsleikjunum og þá sérstaklega að hafa spilað við Rússland og Litháen. Strákarnir stóðu sig nokkuð vel á móti þeim,“ sagði Craig. „Reynsla okkar frá síðasta Evrópumóti í viðbót við góðan undirbúning mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Craig. „Við höfum verið án tveggja leikmanna vegna meiðsla (Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson) en það hefur gefið öðrum leikmönnum meiri tækifæri í leikjunum. Það er jákvætt fyrir okkur að þeir hafi fengið að reyna sig á þessu stigi,“ sagði Craig. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45 Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30 Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30 Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30 Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Sjá meira
Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni. „Við erum allir mjög spenntir og ég svaf ekki mikið í nótt,“ viðurkenndi Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins rétt fyrir flug íslenska hópsins til Helsinki í morgun. Craig Pedersen er búinn að þjálfa íslenska liðið í þrjú ár en er að fara með íslenska landsliðið í annað skiptið á Evrópumót. Hann var einnig þjálfari liðsins í Berlín fyrir tveimur árum. „Það verður gott að ná að komast sér vel fyrir í Helsinki og geta lagt lokahönd á undirbúninginn á æfingunum úti,“ sagði Craig Pedersen. „Það fylgdi því notaleg tilfinning þegar allir gengu saman inn í Leifsstöð. Það verður samt best að komast þangað,“ sagði Craig. „Þetta verður alveg eins erfitt og síðast og riðilinn okkar er alveg jafnsterkur núna. Það eru NBA-leikmenn í nánast öllum liðunum og leikmenn í bestu liðum Evrópu þannig að þetta verður mjög erfitt. Vonandi náum við að spila vel út allt mótið,“ sagði Craig. „Ég held að reynslan frá því á EM 2015 muni hjálpa okkur mikið en það mun líka hjálpa okkur að hafa spilað á móti mjög sterkum þjóðum í undirbúningsleikjunum og þá sérstaklega að hafa spilað við Rússland og Litháen. Strákarnir stóðu sig nokkuð vel á móti þeim,“ sagði Craig. „Reynsla okkar frá síðasta Evrópumóti í viðbót við góðan undirbúning mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Craig. „Við höfum verið án tveggja leikmanna vegna meiðsla (Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson) en það hefur gefið öðrum leikmönnum meiri tækifæri í leikjunum. Það er jákvætt fyrir okkur að þeir hafi fengið að reyna sig á þessu stigi,“ sagði Craig.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45 Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30 Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30 Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30 Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Sjá meira
Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45
Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30
Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30
Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30
Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25