75 sentimetra úrkoma hefur mælst í Houston þar sem vegir hafa margir breyst í árfarvegi. Veðurfræðingar segja að úrkoman næstu vikuna muni jafnast á við þá úrkomu sem fellur að meðaltali á svæðinu á heilu ári.
Aðstæður eru sagðar fordæmalausar, en staðfest er að fimm hafi látist af völdum óveðursins. Búið er að bjarga fjölda manns af þökum húsa úr þyrlum.
Fellibylurinn Harvey kom á land seint á föstudag, en hann er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur.
Um 6,6 milljónir manna búa í Houston og segir í frétt BBC að björgunarlið hafi þurft að bjarga um tvö þúsund manns vegna hamfaranna.
Mörg þúsund heimili eru nú án rafmagns og hefur fjölda skóla verið lokað. Flætt hefur yfir flugbrautir tveggja stærstu flugvalla Houston-borgar.