Við verðum að spila af hörku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2017 06:30 Pedersen ásamt aðstoðarþjálfurum sínum á æfingu í gær. fréttablaðið/vilhelm Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti formlega í gær hvaða tólf leikmenn fara til Finnlands í dag og spila á EM sem hefst þar í vikunni. Það kom ekkert á óvart í vali þjálfarans sem hélt sig við sömu menn og í síðustu æfingaleikjum. „Við vorum búnir að ákveða hópinn áður en við fórum í síðustu ferð til Ungverjalands og Litháen. Við vorum nokkuð vissir er við fórum til Rússlands en það var smá áhyggjuefni með meiðsli sem við urðum að taka inn í reikninginn þar,“ segir Pedersen en þó svo hann sé kominn með sinn tólf manna hóp þá eru enn smá meiðslaáhyggjur.Tveir tæpir „Haukur Helgi er ekki nógu góður í bakinu en mun æfa í dag. Jón Arnór er líka slæmur í náranum en hann verður betri með hverjum deginum. Hann ætti því að geta spilað með okkur.“ Íslenska liðið hefur náð góðum undirbúningi fyrir mótið. Æft mikið saman og spilað fjölda leikja. Þjálfarinn er ánægður með það. „Við náðum strax góðu flæði. Við höfum spilað fína leiki og sérstaklega gegn Rússum og Litháum. Þá sýndum við þann baráttuanda sem þarf alltaf að vera í liðinu. Í Ungverjalandi spiluðum við sautján frábærar mínútur en síðan tóku þeir okkur í gegn en við sýndum hvað við getum gegn bestu liðunum,“ segir Pedersen en íslenska liðið tapaði þessum leikjum. En hefur hann ekkert áhyggjur af andlegu hliðinni fyrir mótið? „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila við frábær lið. Litháen er þriðja besta lið heims með tvo NBA-menn í byrjunarliðinu. Við verðum að nýta það sem við við höfum. Spila af hörku og með miklum krafti. Við verðum líka að spila vel saman sem lið og ef það tekst þá náum við vonandi að hanga í andstæðingum okkar.“Skilja allt eftir á gólfinu Andstæðingar Íslands í Finnlandi eru allir mjög sterkir og Pedersen segir að stundum geti farið svo að besti leikur Íslands dugi ekki til að vinna leik. „Þetta eru góð lið og hafa mikla yfirburði á okkur í ákveðnum þáttum. Þau hafa því getuna til þess að spila ekki sinn besta leik en geta samt unnið okkur. Við verðum því að skilja allt eftir á gólfinu. Meira getum við ekki gert og vonandi skilar það okkur sigri eða sigrum,“ segir Pedersen en hans lið er ekki eins óskrifað blað líkt og það var síðast er Ísland komst á EM. „Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfar og síðast. Að við séum minna liðið sem þurfi að leggja meira á sig en andstæðingurinn. Þannig vinnum við fleiri lausa bolta og gefum okkur betra tækifæri í leikjunum en ella. Þessi riðill er jafn sterkur og riðillinn sem við vorum í síðast. Ef við spilum vel þá getum við unnið leik en þessi lið eru öll alltaf sigurstranglegri en við. Ég vil sjá okkur spila vel, leggja okkur alla fram og sjá hverju það skilar okkur.“Jón Arnór í meðferð eftir æfingu í gær.vísir/vilhelmJón Arnór allur að koma til Jón Arnór Stefánsson var með umbúðir utan um hægri fótinn eftir æfingu liðsins í dag. Standið á honum hefur ekki verið nógu gott en hann segist allur vera að koma til. „Ég er búinn að vera meiddur í öllum undirbúningnum en hef síðustu tvær vikur gert mikið meira. Ég er enn í hreyfingu sem ég er að stýra sjálfur. Ég er ekki farinn að taka á því af fullu. Ég tel mig geta byrjað af fullu núna og er bjartsýnn á að ég geti hjálpað liðinu. Mínar væntingar eru að komast í nógu gott stand til þess að geta hjálpað liðinu. Vera til taks,“ segir Jón Arnór en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Að við leggjum okkur meira fram en hitt liðið. Hafa trú á því sem við erum að gera. Þessir þættir verða að vera í lagi. Fókusinn sé á að við gerum meira en andstæðingurinn og sá þáttur mun skila okkur einhverjum úrslitum því við erum ekki að fara að yfirspila neina andstæðinga. Með vinnunni gefum við okkur möguleika á því að stela kannski sigri sem væri ofboðslega sætt.“ EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Leik lokið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti formlega í gær hvaða tólf leikmenn fara til Finnlands í dag og spila á EM sem hefst þar í vikunni. Það kom ekkert á óvart í vali þjálfarans sem hélt sig við sömu menn og í síðustu æfingaleikjum. „Við vorum búnir að ákveða hópinn áður en við fórum í síðustu ferð til Ungverjalands og Litháen. Við vorum nokkuð vissir er við fórum til Rússlands en það var smá áhyggjuefni með meiðsli sem við urðum að taka inn í reikninginn þar,“ segir Pedersen en þó svo hann sé kominn með sinn tólf manna hóp þá eru enn smá meiðslaáhyggjur.Tveir tæpir „Haukur Helgi er ekki nógu góður í bakinu en mun æfa í dag. Jón Arnór er líka slæmur í náranum en hann verður betri með hverjum deginum. Hann ætti því að geta spilað með okkur.“ Íslenska liðið hefur náð góðum undirbúningi fyrir mótið. Æft mikið saman og spilað fjölda leikja. Þjálfarinn er ánægður með það. „Við náðum strax góðu flæði. Við höfum spilað fína leiki og sérstaklega gegn Rússum og Litháum. Þá sýndum við þann baráttuanda sem þarf alltaf að vera í liðinu. Í Ungverjalandi spiluðum við sautján frábærar mínútur en síðan tóku þeir okkur í gegn en við sýndum hvað við getum gegn bestu liðunum,“ segir Pedersen en íslenska liðið tapaði þessum leikjum. En hefur hann ekkert áhyggjur af andlegu hliðinni fyrir mótið? „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila við frábær lið. Litháen er þriðja besta lið heims með tvo NBA-menn í byrjunarliðinu. Við verðum að nýta það sem við við höfum. Spila af hörku og með miklum krafti. Við verðum líka að spila vel saman sem lið og ef það tekst þá náum við vonandi að hanga í andstæðingum okkar.“Skilja allt eftir á gólfinu Andstæðingar Íslands í Finnlandi eru allir mjög sterkir og Pedersen segir að stundum geti farið svo að besti leikur Íslands dugi ekki til að vinna leik. „Þetta eru góð lið og hafa mikla yfirburði á okkur í ákveðnum þáttum. Þau hafa því getuna til þess að spila ekki sinn besta leik en geta samt unnið okkur. Við verðum því að skilja allt eftir á gólfinu. Meira getum við ekki gert og vonandi skilar það okkur sigri eða sigrum,“ segir Pedersen en hans lið er ekki eins óskrifað blað líkt og það var síðast er Ísland komst á EM. „Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfar og síðast. Að við séum minna liðið sem þurfi að leggja meira á sig en andstæðingurinn. Þannig vinnum við fleiri lausa bolta og gefum okkur betra tækifæri í leikjunum en ella. Þessi riðill er jafn sterkur og riðillinn sem við vorum í síðast. Ef við spilum vel þá getum við unnið leik en þessi lið eru öll alltaf sigurstranglegri en við. Ég vil sjá okkur spila vel, leggja okkur alla fram og sjá hverju það skilar okkur.“Jón Arnór í meðferð eftir æfingu í gær.vísir/vilhelmJón Arnór allur að koma til Jón Arnór Stefánsson var með umbúðir utan um hægri fótinn eftir æfingu liðsins í dag. Standið á honum hefur ekki verið nógu gott en hann segist allur vera að koma til. „Ég er búinn að vera meiddur í öllum undirbúningnum en hef síðustu tvær vikur gert mikið meira. Ég er enn í hreyfingu sem ég er að stýra sjálfur. Ég er ekki farinn að taka á því af fullu. Ég tel mig geta byrjað af fullu núna og er bjartsýnn á að ég geti hjálpað liðinu. Mínar væntingar eru að komast í nógu gott stand til þess að geta hjálpað liðinu. Vera til taks,“ segir Jón Arnór en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Að við leggjum okkur meira fram en hitt liðið. Hafa trú á því sem við erum að gera. Þessir þættir verða að vera í lagi. Fókusinn sé á að við gerum meira en andstæðingurinn og sá þáttur mun skila okkur einhverjum úrslitum því við erum ekki að fara að yfirspila neina andstæðinga. Með vinnunni gefum við okkur möguleika á því að stela kannski sigri sem væri ofboðslega sætt.“
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Leik lokið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira