Mikilvægasti vöðvinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Vöðvastæltur líkami getur reynst dýrkeyptur. Ungur einstaklingur sem er að taka sín fyrstu skref inn í þennan heim getur léttilega heillast af þeim sem lengra eru komnir og freistast til að ganga einu skrefi of langt. Viðkomustaðirnir á þessu ferðalagi eru gjarnan próteinduft, sterar, vaxtarhormón, blóðaukandi lyf, þvagræsilyf, örvandi lyf ásamt fleiri lyfjum sem annað hvort eru notuð til að byggja upp vöðva eða vinna gegn óæskilegum áhrifum annarra lyfja. Vöðvaaukandi sterar eru notaðir í allt að 100-földum skammti miðað við það sem telst eðlilegt í læknisfræðilegum tilgangi. Það væri siðlaust að gefa fólki í tilraunaskyni stera í svo háum skömmtum og því er þekkingin fengin frá þeim sem nota stera ólöglega. Þekktur vaxtarræktarkappi lést í þessum mánuði. Líkt og aðrir réttlætti hann steranotkunina með því að taka hlé og taldi sér þannig trú um að líkaminn myndi jafna sig. Þegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að það eru aðallega karlar á aldrinum 30 til 40 ára sem látast af völdum steranotkunar og oft eftir að hafa notað stera í einungis tvö til þrjú ár. Dánarorsökin er venjulega hjartasjúkdómur eða heilablóðfall því við steranotkun hækkar blóðþrýstingur, kólesteról verður óhagstætt og hjartað stækkar og missir kraft. Í víkkuðu hjartanu geta myndast segar sem skjótast upp í höfuð í formi heilablóðfalls. Það er sorglegt til þess að hugsa að við veljum stærri vöðva fram yfir lífið sjálft. Áður en skrefið í þennan heim er tekið er gott að minna sig á að þegar öllu er á botninn hvolft þá er hjartað mikilvægasti vöðvinn og að hafa gott hjartalag skiptir meira máli en vöðvastæltur líkami. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Vöðvastæltur líkami getur reynst dýrkeyptur. Ungur einstaklingur sem er að taka sín fyrstu skref inn í þennan heim getur léttilega heillast af þeim sem lengra eru komnir og freistast til að ganga einu skrefi of langt. Viðkomustaðirnir á þessu ferðalagi eru gjarnan próteinduft, sterar, vaxtarhormón, blóðaukandi lyf, þvagræsilyf, örvandi lyf ásamt fleiri lyfjum sem annað hvort eru notuð til að byggja upp vöðva eða vinna gegn óæskilegum áhrifum annarra lyfja. Vöðvaaukandi sterar eru notaðir í allt að 100-földum skammti miðað við það sem telst eðlilegt í læknisfræðilegum tilgangi. Það væri siðlaust að gefa fólki í tilraunaskyni stera í svo háum skömmtum og því er þekkingin fengin frá þeim sem nota stera ólöglega. Þekktur vaxtarræktarkappi lést í þessum mánuði. Líkt og aðrir réttlætti hann steranotkunina með því að taka hlé og taldi sér þannig trú um að líkaminn myndi jafna sig. Þegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að það eru aðallega karlar á aldrinum 30 til 40 ára sem látast af völdum steranotkunar og oft eftir að hafa notað stera í einungis tvö til þrjú ár. Dánarorsökin er venjulega hjartasjúkdómur eða heilablóðfall því við steranotkun hækkar blóðþrýstingur, kólesteról verður óhagstætt og hjartað stækkar og missir kraft. Í víkkuðu hjartanu geta myndast segar sem skjótast upp í höfuð í formi heilablóðfalls. Það er sorglegt til þess að hugsa að við veljum stærri vöðva fram yfir lífið sjálft. Áður en skrefið í þennan heim er tekið er gott að minna sig á að þegar öllu er á botninn hvolft þá er hjartað mikilvægasti vöðvinn og að hafa gott hjartalag skiptir meira máli en vöðvastæltur líkami.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun