Madeleine Svíaprinsessa og Christopher O'Neill eiginmaður hennar eiga von á sínu þriðja barni. Sænska konungshöllin greindi frá þessu í fréttatilkynningu í dag.
Barnið er væntanlegt í mars á næsta ári. Fyrir eiga Madeleine og Christofer dótturina Leonore sem er fædd árið 2014 og soninn Nicolas, fæddur árið 2015.
Fjölskyldan er búsett í London.

